Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin
því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Heyskapur á Presthólum í Núpasveit árið 2006. Bændasamtökin eru mótfallin því að kílómetragjald verði lagt á landbúnaðartæki og dráttarvélar.
Mynd / Bbl
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði verði undanþegnir kílómetragjaldi í umsögn um frumvarp til laga um kílómetragjald.

Samtökin eru gagnrýnin á að dráttarvélar og eftirvagnar sem eru meira en 3.500 kílógrömm að leyfðri heildarþyngd, séu meðal þeirra ökutækja sem eru tilgreind sem gjaldskyld í frumvarpinu. Í sömu grein eru bifreiðar og bifhjól.

Í umsögn Bændasamtakanna segir: „Hagfelldast væri að fella dráttarvélar og eftirvagna, sem notuð eru í landbúnaðarstörfum, undir hugtakið „landbúnaðartæki“. Slíkt væri til einföldunar.“ Samtökin leggja til að landbúnaðartæki verði talin upp í þeirri grein þar sem tekin eru fram þau ökutæki sem eru undanþegin gjaldskyldu.

Bændasamtökin vilja benda sérstaklega á að heyvinnuvélar, eins og rúllubindivélar og heyhleðsluvagnar, eru yfir 3.500 kílógrömm að leyfilegri heildarþyngd. Samkvæmt frumvarpinu ætti kílómetragjaldið að falla á þau tæki þegar þeim er ekið milli staða á opinberum vegum.

Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að hækka kolefnisgjald á bensín og dísilolíu til þess að hvetja aðila til að velja ökutæki sem ganga fyrir vistvænum orkugjöfum. Bændasamtökin benda á að þess sé enn langt að bíða að dráttarvélar sem ganga fyrir grænni orku verði raunhæfur kostur eins og þær sem ganga fyrir dísilolíu. 

Skylt efni: kílómetragjald

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...