Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum
Fréttir 7. nóvember 2017

Helmingur norskra bænda sleppir öryggisbeltum í traktorum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Ný könnun sem greiningar­fyrirtækið Agri analyse vann fyrir Landbúnaðartryggingar í Noregi sýnir að einungis 19% bænda nota alltaf öryggisbelti þegar þeir keyra um á traktorum sínum. 
 
Niðurstöðurnar valda mönnum áhyggjum þar sem ökumaður traktors er í jafnmikilli hættu eins og aðrir bílstjórar á vegum úti og því skynsamlegt að nota þar til gerðan öryggisbúnað. 
 
Í könnuninni segja 29% svarenda að þeir noti oftast belti á meðan 23% svarenda segjast aldrei nota öryggisbelti þegar þeir keyri traktora sína.
 
 Það eru ekki í gildi lög í landinu sem kveða á um að ökumenn traktora skuli ávallt vera spenntir undir stýri eins á við um aðra ökumenn. Í sumum tegundum nýrra traktora er búið að koma fyrir svokölluðum fastspenntum búnaði sem á að nota þegar það er sýnileg hætta á veltu. Skýrsla sem Rannsóknarstofnun byggðamála í Noregi sendi nýverið frá sér sýnir að traktor er það tæki sem oftast er hægt að tengja við óhöpp og slys á bóndabæjum en um 14% af slysum tengjast traktorum beint. Á árunum 2011–2013 hafa níu af sautján banaslysum í landbúnaði tengst notkun á traktorum. 

Skylt efni: vinnuvernd

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...