Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Polaris sexhjóli, árgerð 1995. Þetta hjól var keypt nýtt til skógræktarverkefnisins Héraðsskóga, og strax í upphafi voru veltigrindurnar sem myndirnar sýna settar á hjólið.
Polaris sexhjóli, árgerð 1995. Þetta hjól var keypt nýtt til skógræktarverkefnisins Héraðsskóga, og strax í upphafi voru veltigrindurnar sem myndirnar sýna settar á hjólið.
Lesendarýni 1. október 2020

Eftir hverju erum við að bíða – er ekki komið nóg?

Höfundur: Guðmundur Ármannssson Vaði í Skriðdal

Þann 6. ágúst síðastliðinn varð banaslys á Austurlandi, nánar tiltekið í Svínadal við Reyðarfjörð. Þar valt sexhjól með þeim afleiðingum að ökumaðurinn lést. Þetta hörmulega slys vekur upp hugleiðingar um öryggismál þessara tækja, sem eru ýmist á fjórum eða sex hjólum og eru nánast á hverju heimili til sveita og fjölmörg í þéttbýli.

Mörg þessara hjóla, sér í lagi sexhjólin, eru það þung að ef menn skorðast undir þeim eftir veltu er það aðeins tilviljun háð hvort menn nái að losa sig úr þeirri klemmu. Ég veit dæmi þess að menn hafi lent í þessum aðstæðum og aðeins sloppið við illan leik úr þeim hremmingum.

Þá kemur til hugar, þegar sá sem þetta skrifar var á barns- og unglingsaldri á árabilinu 1950–1960 þegar fyrstu dráttarvélarnar fóru að koma til almennra nota í sveitir, þá án öryggisgrindar, að heyra og lesa fréttir um banaslys sem urðu þegar menn lentu undir dráttarvél sem valt. Átakanlegast var þegar börn og unglingar áttu í hlut.

Þetta varð til þess að löggjafinn greip inn í og setti lög á allar nýjar dráttarvélar, að þær skyldu seldar með öryggisgrind og slíkur búnaður yrði settur á eldri vélar sem væru í notkun. Nú er ef til vill ekki raunhæft að svo stöddu að löggjafinn stígi inn í og lögfesti sértækan öryggisbúnað á fjór- og sexhjól vegna þess að flóran af þessum tækjum er svo ólík innbyrðis, hvort sem er að afli, stærð eða þyngd. Til dæmis getur verið þrefaldur þyngdarmunur á léttu fjórhjóli og sexhjóli, sem geta vegið um og yfir hálft tonn.

Hvað er þá til ráða?

Helst kemur upp í hugann að tryggingafélög geti veitt öryggisátaki hvatningu, með því að gefa afslátt á iðgjöldum þeirra tækja sem hafa veltigrindur eða boga.

Myndirnar sem fylgja þessari grein eru af Polaris sexhjóli, árgerð 1995. Þetta hjól var keypt nýtt til skógræktarverkefnisins Héraðsskóga, og strax í upphafi voru veltigrindurnar sem myndirnar sýna settar á hjólið. Þessar grindur voru hannaðar og smíðaðar á verkstæði á Egilsstöðum og eru afar góð útfærsla, ekki aðeins fyrir þær sakir að hjólið valt nær aldrei lengra en á hliðina sökum hæðar pallgrindarinnar, heldur í þeim tilvikum sem svo bar undir átti ökumaður tæplega á hættu að kastast af hnakkinum og verða undir grindunum, eins og gjarnt er þegar þær eru búnar þverbogum (veltibúri).

Helstu verkefni sem þessu hjóli voru fólgin voru uppsetning og viðhald á skógræktargirðingum og var það notað í sama tilgangi eftir að greinarhöfundur festi á því kaup, oftar en ekki með þungfermi í þýfðu, bröttu og almennt krefjandi landslagi.

Stöku sinnum á meðan þjónustu þessa hjóls stóð urðu á því veltuóhöpp en aldrei slys á ökumanni eða farþega, utan eins tilviks, þegar ökumaður missti hjólið á ferð vegna hálku með þeim afleiðingum að það endastakkst. Beið ökumaðurinn ekki varanlegan skaða af því slysi og alls óljóst hvernig hefði farið hefði veltigrindanna ekki notið við.

Frá 1995 hefur hönnun sexhjóla farið mikið fram, fjöðrunarbúnaður þeirra hefur verið stórbættur sem hefur gefið framleiðendum tilefni til að setja í tækin enn aflmeiri vélar, og afleiðing af því sú að ökumenn geta ferðast enn hraðar yfir þeim mun torfærari slóðir. Þessi blanda býður hættunni heim og af því tilefni vill greinarhöfundur koma þessum skilaboðum áleiðis: eftir hverju erum við að bíða – er ekki komið nóg?

Guðmundur Ármannssson

Vaði í Skriðdal

Skylt efni: vinnuvernd | fjórhjól | sexhjól

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...