Dagur kýrinnar
Málþing um íslensku kýrnar verðu haldið í Landbúnaðarsafni Íslands að Hvanneyri laugardaginn 13. júní næstkomandi. Þingið stendur frá klukkan 14 til 16.
Albína H. Pálsdóttir fornleifafræðingur flytur erindi sem kallast Landnámskýrin: Stöðutákn og fórnardýr, Magnús B. Jónsson, fyrrverandi nautgriparæktarráðunautur flytur Ágrip af ræktunarsögu íslensku kýrinnar og Þórarinn E. Sveinsson, mjólkurverkfræðingur fjallar um mjólkurvinnslu fyrr og nú auk þess sem sýndar verða eldri aðferðir við mjólkurvinnslu.
Það eru Erfðalindasetur Lbhí, Erfðanefnd landbúnaðarins og Landbúnaðarsafn Íslands sem standa fyrir þinginu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.