Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fóðurefnagreiningar
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 23. ágúst 2016

Fóðurefnagreiningar

Höfundur: Gunnar Guðmundsson, RML
Gróffóður er meginundirstaða búvöruframleiðslu af nautgripum og sauðfé hér á landi. Skynsamleg og markviss framleiðsla þessara búgreina m.t.t. afurða og heilbrigðis byggir öðru fremur á því að við þekkjum gæði gróffóðursins, hvort heldur sem er orkuinnihald / meltanleiki, próteingæði eða steinefni. 
Í ár var vorkoman og gróandinn með því hagstæðasta sem gerist, nánast um allt land og grasþroskinn því óvenju snemma á ferðinni. Helstu vaxtarþættir jarðargróðurs, – s.s. jarðraki, varmi og plöntunæring voru með ákjósanlegasta móti. Klassíska viðmiðið um heppilegan sláttutíma túngrasa; - við byrjun skriðs á vallarfoxgrasi – til þess að ná hámarks fóðurgæðum kann því að hafa verið eilítið seinna á ferðinni en hinn raunverulegi grasþroski. 
 
Þrátt fyrir þessar jákvæðu ytri aðstæður og hagstæða heyskapartíð á stórum hluta landsins er samt sem áður rík ástæða til þess að afla upplýsinga um gæði gróffóðursins – og alls ekki ástæða til að draga úr eða sleppa því að taka heysýni til efnagreininga. 
 
Samningur RML við BLGG í Hollandi
 
Undanfarin þrjú ár hefur Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, RML boðið bændum um allt land að taka heysýni og senda til efnagreininga, gegnum sérstakan þjónustusamning við hollenska efnagreininga- og rannsóknafyrirtækið BLGG AgroXpertus AB. Nú hafa nýir eigendur (EUROFINS Agro) yfirtekið rekstur þess – en þrátt fyrir það verða engar teljandi breytingar á þjónustunni. Almenn ánægja hefur verið meðal bænda með þessa þjónustu, en þjónustusamningurinn tryggir mjög víðtæka og einkar hraðvirka efnagreiningaþjónustu á hagstæðu verði. Samskiptaaðili RML um þjónustuna er sérstök umboðsskrifstofa; - Eurofins Agro Testing Sweden AB, sem staðsett er í Kristianstad í Svíþjóð. Þessa dagana er verið að ganga frá framlengingu hliðstæðs samnings og verið hefur í gildi og mun hann gilda frá ágúst 2016. 
 
RML leggur áherslu á að taka fóðursýni úr verkuðu fóðri, – rúlluböggum eða heystæðum eftir a.m.k. 5 til 6 vikna verkun. Ráðunautar RML víðsvegar um land munu annast heysýnatökuna með þar til gerðum sýnatökubúnaði og sjá um að safna sýnunum saman til sendingar. Þeir munu einnig sjá um að túlka niðurstöðurnar fyrir þá bændur sem þess óska. RML annast og ábyrgist greiðslu á greiningarkostnaði og innheimtir síðan kostnaðinn hjá bændum. 
 
Fjölþættar og greinargóðar upplýsingar um heyfóðrið geta einnig nýst til markvissari áburðarnotkunar og áburðaráætlanagerðar og ekki síður til þess að meta og skipuleggja endurræktun túna. 
 
Afhendingartími niðurstaðna
 
Samkvæmt nýja samningnum er stefnt að því að skila niðurstöðum 95% sýna innan 10 vinnudaga frá því sýni berst til greiningar. Ef til viðbótar venjulegri fóðurefnagreiningu eru greind bæði snefilefni (samtals 14 efni) og að auki rokgjarnar, lífrænar sýrur (mjólkur- edik- og smjörsýra) er afhendingarfresturinn hins vegar eitthvað lengri. Bóndinn getur síðan valið um hvort niðurstöðurnar berist honum á rafrænu formi (með tölvupóstur) eða fá þær sendar með landpósti. Niðurstöðurnar eru einnig lesnar beint inn í norræna fóðurmatskerfið NorFor (FAS) um leið og þær liggja fyrir og eru þá þegar aðgengilegar til áætlanagerðar í ráðgjafarverkfærinu; TINEOptifor-Island. 
 
Sauðfjárbændur eru sérstaklega hvattir til að láta efnagreina sín hey!
 
Eins og á liðnu ári er ástæða til að hvetja sauðfjárbændur til að láta efnagreina sín hey. Markviss fóðrun búfjár byggist á upplýsingum um efnainnihald fóðursins sem gefið er. 
 
Verð á efnagreiningum
 
Upplýsingar um greiningarkostnað liggja fyrir í sænskum krónum (SEK) en endanlegt verð í íslenskum krónum er að sjálfsögðu háð gengis-breytingum. Sem dæmi má gera ráð fyrir eftirtöldum kostnaði á sýni eftir því hvað greint er (verðdæmin miðast við gengi SEK í lok júlí og eru án virðisauka). 
 
1. Gras- og hirðingarsýni, fóðurefnagreining, án steinefna
kr. 6.600–7.000
2. Gras- og hirðingarsýni, fóðurefnagreining, + 10 stein- og snefilefni
kr. 9.300–9.500
3. Vothey, fóðurefnagreining án steinefna
kr. 9.300–9.500
4. Vothey, fóðurefnagreining, + 10 stein- og snefilefni
kr. 11.300–11.600
5. Vothey, fóðurefnagreining, + 14 stein- og snefilefni
kr. 17.200–17.500
 

Hvert geta bændur snúið sér? 

Við hvetjum alla bændur; kúabændur, sauðfjárbændur, hrossabændur, til þess að kynna sér þessa mikilvægu þjónustu og nýta sér hana. Þær upplýsingar sem fást gegnum fóðurefnagreiningar nýtast ekki eingöngu varðandi fóðrun heldur ekki síður við ákvörðun á áburðargjöf. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr með NorFor kerfinu, eða fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð fyrir sauðfé og jafnframt nýta sér efnagreingarþjónustu samkvæmt samningi RML og Eurofins / BLGG, vinsamlega hafi samband við einhvern af eftirtöldum ráðgjöfum RML. 
 
Lena Reiheer S: 516 5034 Netfang: lr@rml.is 
Eiríkur Loftsson S: 516 5012 Netfang: el@rml.is
Berglind Ósk Óðinsdóttir S: 516 5009 Netfang: boo@rml.is
Elín Nolae Grethardsdottir S: 516 5066 Netfang: elin@rml.is 
Guðfinna Lára Hávarðardóttir S: 516 5017 Netfang: glh@rml.is 
Jóna Þórunn Ragnarsdóttir S: 516 5029 Netfang: jona@rml.is 
Baldur Örn Samúelsson S: 516 5020 Netfang: baldur@rml.is 
Gunnar Ríkharðsson S: 516 5072 Netfang: gr@rml.is 
Anna Lóa Sveinsdóttir S: 516 5006 Netfang: els@rml.is 
Guðný Harðardóttir S: 516 5021 Netfang: gudnyh@rml.is 
Borgar Páll Bragason S: 516 5010 Netfang: bpb@rml.is 
Gunnar Guðmundsson S: 516 5022 Netfang: gg@rml.is
 
Einnig er hægt að hafa samband við skiptiborð á starfsstöðvum RML (sími 516 5000) til að óska eftir heysýnatöku eða til að óska eftir fóðurráðgjöf / fóðuráætlangerð. Nú þegar er hægt að panta heysýnatöku og í framhaldinu fóðurráðgjöf / fóðuráætlanagerð á heimasíðu RML www. rml.is. Ráðunautar RML ­stefna að því að hefja sýnatöku hjá bændum í ágúst. Eins og greint er frá í 13. tölublaði Bændablaðsins munu Efnagreiningar ehf. á Hvanneyri sinna efna­greiningaþjónustu fyrir bændur. RML mun liðsinna bændum með sýnatöku og túlkun niðurstaðna, hvar svo sem þeir kjósa að láta efnagreina sitt fóður. 

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...