Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.
Á faglegum nótum 18. október 2024

Geldingar lambhrúta

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Athygli sauðfjáreigenda er vakin á því að geldingar leikmanna á öllu búfé eru bannaðar.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Dýralæknar einir mega gelda lambhrúta og önnur dýr og skal það gert í deyfingu og gefið verkjastillandi lyf eftir þörfum. Í reglugerð 1066/2014 segir:

8. gr. Aðgerðir.

Dýralæknum er einum heimilt að afhorna kindur og geitur þannig að fari inn í sló og gelda karldýr. Skylt er að nota deyfingu við þær aðgerðir og nota skal langverkandi verkjalyf þar sem það á við. Matvælastofnun getur krafist upplýsinga um allar aðgerðir sem hafa verið gerðar á sauðfé eða geitfé sem eru á búinu eða koma til slátrunar, þar með talið hornatöku og geldingar.

Það er eitt af meginverkefnum Matvælastofnunar að fylgjast með að frumframleiðendur, þ.e. dýraeigendur, fari að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru. Eftirlit með geldingum búfjár er eitt þessara verkefna. Þetta eftirlit fer fram á tveimur stöðum, annars vegar í sláturhúsum og hins vegar heima á býli. Í sláturhúsum er athugað hvort innleggjandi hafi sent sauði til slátrunar og þá hver hafi gelt þá. Við eftirlit Matvælastofnunar með sauðfjárbúum er það einnig fastur liður að athugað er hvort á viðkomandi búi séu sauðir og þá hver hafi gelt þá. Viðurlög við ólöglegum geldingum sauðfjár geta verið stjórnvaldssekt.

Skylt efni: geldingar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...