Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Goðalilja
Á faglegum nótum 8. desember 2014

Goðalilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt grískum goðsögum lést ungur og fallegur drengur, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apollo þegar þeir léku saman kringlukast. Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni goðalilja er á Balkanskaga.

Vinsældir goðalilja sem jólablóma eru sífellt að aukast enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður. Ekki skemmir heldur fyrr að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, gular, bleikar og hvítar allt eftir smekk.

Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Vasarnir sem fást í flestum gróðurvöruverslunum eru belgmiklir að neðan en þrengjast rétt ofan við miðju og opnast svo aftur.

Fylla skal vasann að vatni upp að þrengingunni þannig að vatnsborðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið.

Að vísu þarf að gera þetta í lok september eða byrjun október eigi laukarnir að blómstra fyrir jól og því of seint í rassinn gripið á þessu ári en vonandi nýtast þessa upplýsingar á næsta ári.

Eftir að laukurinn er kominn í vasa skal koma honum fyrir á svölum, 9 til 10°C, og dimmum stað og gæta þess að ræturnar séu alltaf baðaðar í vatni. Eftir að blöðin ná fimm til sjö sentímetra hæð skal flytja vasann á bjartari stað við stofuhita.
 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...