Flestir landsmenn búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Flestir landsmenn búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Mynd / Evelyn Paris
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Höfundur: Anton Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Þessi tölfræði sýnir skýrt hversu stóran hluta landsins byggðin dreifist á. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og það er mikilvægt nú, sem aldrei fyrr, að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbera. Jafnframt þarf að stuðla að því með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið.

Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði og tækifæri, sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun. Landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, að koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land.

Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólks- fjölgun undir landsmeðaltali; á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra, en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga, eða 0,6%.

63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næststærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar, og á Akureyri og nágrenni, með 19.847 íbúa.

Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðarkjarna með færri en 200 íbúa.
Tækifæri til breyttrar byggðarþróunar

Það er tækifæri til að snúa byggðarþróun við með því að auka húsnæðisframboð á ódýrara húsnæði á landsbyggðinni, þar sem nægt lóðarpláss er til staðar. Ríkið þarf að fylgja með þjónustu sinni til að tryggja að fólk um allt land hafi aðgang að nauðsynlegri þjónustu.

Með markvissri uppbyggingu og stuðningi getum við skapað sterkara og sjálfbærara samfélag á landsbyggðinni, sem nýtir sér kosti þess að vera fámenn þjóð í stóru landi.

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Að ræða kjarna málsins og leita lausna
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé ...

Kartaflan
Lesendarýni 16. júlí 2024

Kartaflan

Hvað vitum við um kartöfluna? Þessa nytjajurt sem heitir á fræðimáli Solanum tub...

Hraunflóðavarnir og þekking
Lesendarýni 16. júlí 2024

Hraunflóðavarnir og þekking

Nú eru í gangi umfangsmiklir jarðeldar á Reykjanesskaga, hafa þegar verið í gang...

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...