Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Flestir landsmenn búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Flestir landsmenn búa á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Mynd / Evelyn Paris
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Höfundur: Anton Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í byggðakjörnum og 18.470 (5%) í dreifbýli.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 244.177 íbúar (64% landsmanna) en aðeins 139.549 (36%) búa utan höfuðborgarsvæðisins.

Þessi tölfræði sýnir skýrt hversu stóran hluta landsins byggðin dreifist á. Við erum fámenn þjóð í stóru landi og það er mikilvægt nú, sem aldrei fyrr, að byggja upp sterka innviði á landsbyggðinni. Tryggja þarf fólki um allt land öruggar og greiðar samgöngur og aðra þjónustu hins opinbera. Jafnframt þarf að stuðla að því með markvissum hætti að opinber störf dreifist jafnar um landið.

Landsbyggðin býður upp á aukin lífsgæði og tækifæri, sérstaklega fyrir ungt fólk sem hefur sótt sér þekkingu og menntun. Landsbyggðin þarf á því fólki að halda. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því að þurfa ekki að sitja fastur í bíl á milli staða, að koma barninu sínu með skjótum hætti í leikskóla og eiga möguleika á að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði. Við þurfum breytta byggðastefnu sem setur byggðamál í öndvegi og leggur áherslu á jafnrétti óháð búsetu. Við þurfum að taka tillit til byggðasjónarmiða þvert á öll málefnasvið og styðja við nýsköpun og atvinnuuppbyggingu fyrirtækja og einstaklinga um allt land.

Hlutfallsleg fólksfjölgun mest á Suðurnesjum og Suðurlandi

Á höfuðborgarsvæðinu bjuggu 4.888 fleiri þann 1. janúar 2024 en fyrir ári. Það jafngildir 2,0% fjölgun íbúa á einu ári. Hlutfallsleg fólksfjölgun var mest á Suðurnesjum og Suðurlandi þar sem fjölgaði um 4,1% á síðasta ári. Í öðrum landshlutum var fólks- fjölgun undir landsmeðaltali; á Vesturlandi fjölgaði um 2,0%, á Vestfjörðum fjölgaði um 1,0%, á Norðurlandi eystra um 1,3% og á Austurlandi um 1,9%. Minnst fjölgun var á Norðurlandi vestra, en þar fjölgaði einungis um 47 einstaklinga, eða 0,6%.

63% mannfjöldans býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Um 63% mannfjöldans bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, þ.e. samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733. Næststærsta þéttbýlið var í Keflavík og Njarðvík, þar sem bjuggu 21.847 íbúar, og á Akureyri og nágrenni, með 19.847 íbúa.

Alls bjuggu 22.385 einstaklingar í strjálbýli, eða 5,8% mannfjöldans, en með strjálbýli er átt við sveit eða byggðarkjarna með færri en 200 íbúa.
Tækifæri til breyttrar byggðarþróunar

Það er tækifæri til að snúa byggðarþróun við með því að auka húsnæðisframboð á ódýrara húsnæði á landsbyggðinni, þar sem nægt lóðarpláss er til staðar. Ríkið þarf að fylgja með þjónustu sinni til að tryggja að fólk um allt land hafi aðgang að nauðsynlegri þjónustu.

Með markvissri uppbyggingu og stuðningi getum við skapað sterkara og sjálfbærara samfélag á landsbyggðinni, sem nýtir sér kosti þess að vera fámenn þjóð í stóru landi.

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum
Lesendarýni 13. desember 2024

Garðyrkja og myndlist í hversdeginum

Nú er hreyfing í garðinum sem umlykur Listasafn Árnesinga í Hveragerði og bæjarb...

Þankar um loftslagsvegvísi bænda
Lesendarýni 11. desember 2024

Þankar um loftslagsvegvísi bænda

Í síðasta Bændablaði er fjallað um loftslagsvegvísi bænda og losun frá landbúnað...

Minkaveiðiátak
Lesendarýni 10. desember 2024

Minkaveiðiátak

Þegar ég var ungur maður fyrir hátt í mannsaldri síðan sagði móðir mín, sem var ...

Viðsjár eru uppi um veröld víða
Lesendarýni 3. desember 2024

Viðsjár eru uppi um veröld víða

Á undanförnum árum hefur íslenskur landbúnaður sýnt af sér mikla aðlögunarhæfni....

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland
Lesendarýni 2. desember 2024

Nytjaskógar, nytjaplöntur, nytjaland

Að nytja eitthvað er að hafa gagn af einhverju, mega nota sér til framdráttar á ...