Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Óðinshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana sem verpa á Íslandi. Óðinshani sést oftast á sundi, hann liggur fremur hátt á vatninu og er mjög kvikur. Hann spólar og hringsnýst á vatninu og rótar þannig upp fæðu. Hann dýfir gogginum síðan ótt og títt ofan í vatnið til að tína upp rykmý, brunnklukkur og smákrabbadýr. Óðinshanar eru að öllu leyti farfuglar og koma iðulega seinastir af farfuglum og hafa því skamma viðdvöl á Íslandi. Óðinshanar fara að tínast til landsins seinni hlutann í maí og síðan eru þeir að mestu farnir í lok ágúst. Það eru ekki nema tæp tíu ár síðan menn fundu út hvar íslenskir óðinshanar dvelja á veturna. Það var 2015 sem tókst að endurheimta óðinshana sem hafði verið merktur með litlum dægurrita. Þá kom í ljós að íslenskir óðinshanar leggja á sig meiri háttar ferðalag. Þessi litli fugl, sem vegur aðeins 40 grömm, hafði ferðast um austurströnd Norður-Ameríku, yfir Karíbahafið, yfir Mið-Ameríku og síðan yfir í Kyrrahafið þar sem hann dvaldi úti fyrir Perú. Þar er mikla fæðu að finna en þetta er langt ferðalag fyrir þennan litla fugl sem kemur til Íslands til þess eins að koma upp ungum og fara strax aftur.

Skylt efni: fuglinn

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...