Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mynd 1: Grænmeti er geymt í stórum viðarkössum.
Mynd 1: Grænmeti er geymt í stórum viðarkössum.
Á faglegum nótum 25. október 2023

Minni notkun á CO2 í lífrænni grænmetisframleiðslu

Höfundur: Christina Stadler, lektor hjá LbhÍ.

Vorið 2023 sótti höfundur lífræna ráðstefnu í Sviss. Þar var m.a. farið í vettvangsferð til Rathgeb BioLog Ag í Unterstammheim.

Christina Stadler.

Fyrirtæki Rathgeb hefur vaxið stöðugt og er stærsti lífræni grænmetisframleiðandi í Austur- Sviss. Auk grænmetis sem þau eru að rækta sjálf, eru þau að fá grænmeti frá mörgum lífrænum garðyrkjustöðvum. Samtals er grænmeti ræktað á 400 ha í útirækt og 15 ha í gróðurhúsum. Ræktaðar eru um 70 mismunandi grænmetis- og berjategundir yfir sumarið og um 30 mismunandi grænmetistegundir yfir veturinn. Mest ræktaða grænmetið varðandi flatarmál og magn eru gulrætur og kartöflur. Einnig er ræktað í miklu magni blómkál, spergilkál, kínakál, fennika, kúrbítur, salat og vorsalat og í gróðurhúsum mikið af vorsalati, blaðsalati, klettasalati, hnúðkáli, tómötum, papriku, eggaldin og agúrkum. Fyrirtækið er einnig með eigin geymslu-, pökkunar- og flutningastarfsemi (mynd 1). Um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu, á ökrum, í gróðurhúsum, á lager, við pökkun, flutninga, sölu og umsýslu. Um 2/3 hluti af vörum eru afhentar til matvöruverslana Coop og Migros, en afgangurinn fer til söluaðila.

Farið var í pökkunaraðstöðu, þar sem sýnt var hvernig grænmetið er unnið þegar það kemur af ökrunum eða
af lagernum (mynd 2 og 3). Kartöflur, gulrætur og svo framvegis verður þvegið, flokkað og pakkað og svo fært yfir í dreifingaraðstöðu þar sem markaðssetning fer fram (mynd 4).

Mynd 2: Vinnslusvæði fyrir flokkun á kartöflum.

Mynd 3: Vinnslusvæði fyrir flokkun á gulrótum.

Mynd 4: Grænmetið tilbúið fyrir sölu.

Fyrirtækið er einnig með sína eigin skólphreinsistöð: Vatnið sem notað var fyrir þvott á grænmeti (150-200 m3 vatn/dag) er hreinsað með settanki og reykhreinsitanki til að hægt sé að veita því í þorpslækinn. Um 900.000 kWh sólarorka er framleidd af 5.700 m2 ljósvakakerfi. Þetta samsvarar um það bil árlegri neyslu 225 heimila í Zürich. Gróðurhúsin eru hituð með viðarhitun. Þar með er hægt að spara árlega um 2800 t CO2.

Eftir þessi heimsókn var haldið áfram til AgroCO2ncept í Flaach. Samtökin AgroCO2ncept eru upprunnin að frumkvæði bænda frá vínhéraðinu Zürich. Þar hafa 23 bændur sett sér það markmið að innleiða loftslagsvænan og auðlindahagkvæman landbúnað. Bændurnir vilja draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á bæjum sínum og nýta reynslu sína til að leggja sitt af mörkum til svissneskrar loftslagsverndar.

Nánar tiltekið ætti að draga úr losun CO2 um 20% með því að spara auðlindir, geyma kolefni og framleiða endurnýjanlega orku.

Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaður minnki um 20% vegna samlegðaráhrifa, meiri hagkvæmni og lægri kostnaðar. Stefnt er á 20% meiri verðmætasköpun á bæ, t.d. með því að markaðssetja sjálfbærni við sölu á vörum og öðlast viðurkenningu meðal íbúa. Til að ná þessum markmiðum var búin til skrá yfir ráðstafanir fyrir hagnýta loftslagsvernd á þessum AgroCO2ncept bæjum. Í skránni eru samtals 39 aðgerðir og eru þær á eftirtöldum sviðum: jarðrækt, búfjárrækt, orku- og auðlindanýtingu, auk aðgerða um rekstur. Meðal annars er fjallað um lífkol (biochar).

Í framhaldi var okkur kynnt framleiðsla á lífkolum.

Viðarflögurnar verðar þurrkaðar með afgangshita (mynd 5). Fullsjálfvirkt kerfi frá Biomacon Rehburg DE framleiðir með hitasundrun (hitastigið á milli 400- 700°C og án súrefnis) eitt tonn af lífkoli úr viðarflögum (mynd 6). Kerfið er rekið með sólarorku frá þaki. Lífkol er selt í stórum pokum og er notað í landbúnaði og í garðyrkju (mynd 7). Lífkol getur bætt vatns- og næringarefnageymslugetu jarðvegsins og bindur á hvert tonn 2,7 t af CO2. Það dregur einnig úr losun nituroxíðs og metans. Lífkol er líka áhugavert fyrir búfjárhald því það getur bundið eiturefni og bætt meltinguna.

Mynd 5: Þurrkun á viðarflögum.

Mynd 6: Hitasundrun á viðarflögum

Mynd 7: Lífkol tilbúin fyrir notkun.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...