Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Birkidrumbur sem fannst á um 3 m dýpi í mýri í Kjós. Börkur sjáanlegur að hluta og hægt að greina árhringi.
Birkidrumbur sem fannst á um 3 m dýpi í mýri í Kjós. Börkur sjáanlegur að hluta og hægt að greina árhringi.
Á faglegum nótum 27. nóvember 2023

Moldin í mýrinni

Höfundur: Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni

Mold mýra gengur undir ýmsum nöfnum s.s., mójörð, mómold, lífrænn jarðvegur eða einfaldlega mór. Mold mýranna er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún geymir 30% þess kolefnis sem finnst í vistkerfum heims þrátt fyrir að þekja aðeins um 3% lands á jörðinni.

En hvernig myndast mold mýranna og af hverju geymir hún svona mikið kolefni? Skýringin er sú að í vatnsmettuðum aðstæðum mýranna rotnar það lífræna efni sem fellur til ár hvert, sinan, aðeins að hluta. Árlega fellur þannig til lífrænt efni sem byggir móinn upp og hérlendis safnast líka nokkuð af steinefnum sem setjast í mýrina og verða hluti af moldinni. Í þeim tilfellum þar sem mýrarnar hafa fengið frið til að byggjast upp, allt frá síðustu ísöld, getur mórinn verið margra metra djúpur. Þennan mikla massa lífræns efnis nýttu Íslendingar sér í gegnum aldirnar þar sem hann var okkur m.a. mikilvægt byggingarefni og eldsneyti þegar annað þvarr. Þá var uppskeran mjög mikilvæg og mýrar voru beitiland sem hægt var að reiða sig á þegar annað klikkaði.

Tollundmannen eða Mýrarmaðurinn. Mynd / Sven Rosborn

Moldin í mýrinni segir líka mikla sögu, s.s. um náttúrufar fortíðar, eldsumbrot og mannvist. Plöntuleifar, drumbar og frjókorn á mismunandi dýpi segja okkur sögu gróðurfars fyrri tíma. Þá gera aðstæður í mold mýranna það að verkum að það eru ekki bara plöntuleifar sem geymast þar vel heldur einnig annað lífrænt efni. Þannig kannast kannski einhver við Mýrarmanninn sem fannst í mýri í Tollund í Danmörku og reyndist hafa legið þar í 2000 ár. Hann var svo vel varðveittur vegna aðstæðna í mold mýranna að hægt var að sjá skeggstubba í andlitinu og innihald síðustu máltíðarinnar sem hann gæddi sér á.

Mýrar eru magnaðar og gegna margvíslegum hlutverkum. Mikilvægi þeirra liggur ekki síst í því sem við sjáum ekki, það sem er að gerast undir yfirborðinu. Líffræðileg fjölbreytni er almennt mikil í mýrum, bæði í gróðri og í moldinni auk þess sem starfsemi þeirra heldur uppi fjölbreyttri þjónustu sem þau veita okkur. Áður fyrr voru þær mikilvægar sem byggingarefni, eldsneyti og öruggur fóðurgjafi húsdýra. Nú er hlutverk þeirra fyrst og fremst mikilvæg búsvæði lífvera og þannig vörður líffræðilegrar fjölbreytni, m.a. treysta margir fuglar á mýrarnar og þær viðhalda stórum stofnum þeirra. Þær gegna mikilvægu hlutverki í vatnsbúskap stórra svæða. Þá eru þær öflugur kolefnisgeymir og því ber okkur á tímum loftslagsbreytinga að hugsa vel um mýrarnar okkar.

Metum mýrarnar okkar að verðleikum, verndum þær sem eru í góðu ástandi og lagfærum þær sem hafa orðið fyrir raski og hnignað.

Skylt efni: Landgræðsla

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...