Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Oliver – ekki Twist
Á faglegum nótum 30. desember 2014

Oliver – ekki Twist

Höfundur: Vilmundur Hansen

Oliver Chilled Plow Works hóf framleiðslu á dráttarvélum í Bandaríkjunum árið 1930 en þá hafði fyrirtækið framleitt og selt plóga, herfi og önnur jarðvinnslutæki í 80 ár.

Fyrstu tilraunir fyrirtækisins til framleiðslu á traktorum hófust 1926 með hönnum á lítilli og léttri dráttarvél sem hentaði til að safna saman uppskeru af ökrum. Reynsluleysi í vélaframleiðslu stóð framleiðslunni þó fyrir þrifum. Þremur árum síðar, 1929, rann Oliver saman við þrjú önnur gamalgróin en á sama tíma fyrirtæki sem öll höfðu munað fífil sinn fegurri, American Seeding Machine Co., Nichols & Shephard og dráttarvélaframleiðandann Hart-Parr og eftir það fór framleiðslan að ganga betur.

American Seeding Machine Co., framleiddi sáningartæki og vélar til útplöntunar, Nichols & Shephard þreskivélar og tæki sem tengdust uppskeru, Hart-Parr dráttarvélar og Oliver Chilled Plow Works var með átta áratuga reynslu í framleiðslu á jarðvinnsluvélum. Samrnninn kom öllum fyrirtækjunum vel og eftir hann unnu Hart-Parr og Oliver saman að hönnum á nýjum traktor.

Nýja fyrirtækið fékk nafnið Oliver Farm Equipment Company.

Oliver- Hart-Parr Row Crop

Fyrsta dráttarvélin sem Hart-Parr og Oliver framleiddu eftir samrunann kallaðist því lipra nafni Oliver- Hart-Parr Row Crop og var 18 hestöfl, á dekkjum úr járni og með einu framhjóli.

Samruni og uppkaup

Talsverður völlur var á fyrirtækinu eftir samrunann. Árið 1930 keypti það McKenzie Manufacturing Company sem sérhæfði sig í framleiðslu á niðursetningar- og upptökuvélum fyrir kartöflur, 1943 bættist Ann Arbor Agricultural Machine Company, sem framleiddi heypressur sem eru frumgerðir baggabindivélanna, við. Ári seinna, 1952, bættist enn eitt fyrirtækið í safnið en það var fyrirtækið  A.B. Farquhar Company sem sérhæfði sig í framleiðslu  á landbúnaðartækjum.

Row Crop 70

Árið 1935 setti Oliver Farm Equipment Company á markað vél með sex strokka Waukesha-vél sem fékk heitið Row Crop 70. Sá traktor þótti einstaklega kraftmikill miðað við stærð en að sama skapi eyðslusamur á eldsneyti. Framleiðslu Row Crop 70 var hætt 1948 en þá voru 65.000 slíkir settir á markað.

Fyrirtækið þótti á sínum tíma í fremstu röð hvað nýja hugsun í hönnun og útlit dráttarvéla varðaði. Vélarnar voru um tíma straumlínulagaðar og jafnvel fútúrískar í útliti.

Hönnun vélanna var uppfærð 1950 og módel sem kölluðust Super 66, 77 og 88 sett á markað í samkeppni við minni gerðir af Ford-dráttarvélum.

Hluti af White, eins stærsta dráttar­vélaframleiðanda í heimi

Þegar hér var komið sögu var farið að halla undan hjá fyrirtækinu. Hinn 1. apríl 1960 keypti svo White Motor Corporation öll hlutabréf í The Oliver Corporation. Í dag er White Motor Corporation hluti af AGCO-samsteypunni sem var stofnuð árið 1990 og er í dag ein af stærstu framleiðendum dráttarvéla í heiminum.

Oliver á Ísland

Að minnsta kosti tvær Oliver-dráttarvélar voru fluttar til Íslands árið 1946, önnur var af gerðinni 60 en hin 70. Sjötíu-vélin fór ný að Eyvík í Grímsnesi en fer síðar í Lundarreykjardal. Þá vél er verið að gera upp í dag en ekki er vitað að svo stöddu um afdrif 60-vélarinnar. 

Skylt efni: Gamli traktorinn

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...