Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Refasmáratilraun 6. október 2021.
Refasmáratilraun 6. október 2021.
Á faglegum nótum 19. mars 2024

Refasmári sem fóðurjurt

Höfundur: Guðni Þ. Þorvaldsson er próf. emeritus og Jónína Svavarsdóttir umsjónarmaður jarðræktartilrauna.

Refasmári er fjölær niturbindandi jurt af ertublómaætt með öfluga stólparót sem getur vaxið langt niður í jörðina í leit að vatni.

Hann hefur því mikið þurrkþol en þrífst ekki vel í þéttum og súrum jarðvegi eða jarðvegi með háa grunnvatnsstöðu. Refasmári er mjög gott fóður fyrir allt búfé og gefur mikla og próteinríka uppskeru. Hann er hægt að nota bæði í þurrhey og vothey og að vissu marki til beitar. Refasmári er einnig notaður til manneldis, t.d. sem spírur. Refasmára má rækta einan og sér en einnig í blöndu með grösum.

Blár refasmári (Medicago sativa L.) er mest ræktaða fóðurbelgjurtin í tempraða loftslagsbeltinu. Hann hefur verið ræktaður sem fóðurjurt í sunnanverðri Skandinavíu í marga áratugi en það hafa ekki verið til nógu harðger yrki til ræktunar norðarlega. Refasmári væri góð viðbót við þær belgjurtir sem eru í ræktun hér á landi að því tilskildu að hann lifi við íslenskar aðstæður. Stöðugt er unnið að kynbótum sem miða að því að bæta vetrarþol þannig að hægt sé að rækta þessa tegund norðar.

Gulur refasmári (Medicago falcata L.) hefur verið í prófun í nágrannalöndum okkar sem og blendingar milli þess bláa og gula.

Guli refasmárinn skilur sig frá þeim bláa í nokkrum atriðum. Hann hefur t.d. grennri stilka og er ekki eins beinvaxinn og sá blái. Ræturnar á gula refasmáranum eru greinóttari og hann getur sent út jarðrenglur. Vaxtarbroddurinn liggur neðar á gula refasmáranum en þeim bláa og hann þolir beit því betur. Hann þolir einnig súrari og blautari jarðveg og hefur meira vetrarþol en sá blái.

Vorið 2020 og 2021 voru tilraunir lagðar út á Hvanneyri með tíu yrkjum af bláum og gulum refasmára og blendingum milli þessara tegunda. Til samanburðar voru hvítsmári og rauðsmári. Í seinni tilrauninni var grasfræi (10-15%) sáð með belgjurtunum til að minnka hættu á frostlyftingu.

Niðurstöður tilraunarinnar voru birtar í riti LbhÍ nr. 168 og er það vistað á heimasíðu skólans undir liðnum útgefið efni. Helstu niðurstöður urðu þessar:

Í tilrauninni frá 2020 drápust bæði refasmári og rauðsmári fyrsta veturinn. Þetta var ekki svellavetur og hefur þeim möguleika verið velt upp hvort frostlyfting hafi átt hlut að máli. Vorið eftir voru refasmárayrkin Ludvig og Kalu ásamt rauðsmárayrkinu Yngve með mesta þekju en tilraunin var dæmd ónýt. Í seinni tilrauninni lifði refasmárinn vel eftir fyrsta veturinn og það sama gilti um hvítsmára og rauðsmára.

Tilraunin var svo tvíslegin um sumarið. Rauðsmári gaf mesta heildaruppskeru, rúm 7 tonn þe./ha. Hin yrkin voru með uppskeru á bilinu 5-6 tonn þe./ha. Eftir seinni sláttinn spratt refasmárinn ekki mikið og mörg yrkin byrjuðu að gisna.

Í lok nóvember sá verulega á mörgum þeirra. Minnst sá á rauðsmáranum, hvítsmáranum og refasmárayrkinu Ludvig.

Sumarið eftir var það aðeins rauðsmárinn sem hafði góða þekju. Refasmári og hvítsmári höfðu gisnað mikið. Hvítsmárayrkið Undrom hefur reynst vetrarþolið hér á landi en fór samt illa þennan síðasta vetur.

Það virðist því ekki bara vera veðurfarið sem þarna átti hlut að máli heldur eitthvað annað í umhverfinu og svo lífeðlisfræði plantnanna. Sláttutíminn gæti átt sinn þátt í þessu skammlífi og e.t.v. fleiri umhverfisþættir.

Refasmári 2. júlí 2020.

Refasmári í blóma 12. ágúst 2022.

Skylt efni: refasmári

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...