Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
GreenFeed metanmælingar í bás í Hvanneyrarfjósinu.
GreenFeed metanmælingar í bás í Hvanneyrarfjósinu.
Mynd / Egill Gunnarsson
Á faglegum nótum 5. desember 2022

Um metanlosun frá mjólkurkúm

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson og Ditte Clausen fóðurfræðingar hjá RML

Umhverfisáhrif landbúnaðar, svo sem kolefnis- og metanlosun, eru meðal heitari umræðuefna í dag. Bændur eru sífellt minntir á hve nautgripir þeirra eru að menga mikið.

Mjólkurkýr losar að meðaltali um 100 kg af metani á ári, en eitt kg af metani samsvarar um 28 kg af CO2. Í alþjóðasáttmála um minnkun metanlosunar (Global methane pledge) er stefnt á minnkun losunar um 30% frá 2020 til 2030. Metanlosun frá nautgripum hefur verið rannsökuð töluvert síðasta áratuginn og eru þær rannsóknir enn að aukast.

Áhrif á metanlosun

Kúakyn og fóður hafa áhrif á metanframleiðslu kúa. Hlutfall gróffóðurs og kjarnfóðurs í fóðri virðist hafa mikil áhrif á metanframleiðslu, hærra hlutfall gróffóðurs eykur framleiðslu metans og virðist þar trénisinnihaldið vera lykilþáttur. Of hátt hlutfall kjarnfóðurs er hins vegar óheppilegt þar sem vömb kúnna ræður illa við það. Hægt er að hafa einhver áhrif á metanlosunina með því að slá fyrr, en kýr sem fá snemmslegið hey losa aðeins minna metan en kýr sem fá meira sprottið hey og þar er trénið aðal áhrifaþátturinn.

Bætiefni til að minnka losun

Í sumar kom fyrsta viðurkennda bætiefnið sem minnkar losun metans á markað undir nafninu Bovaer. Þetta efni var meðal annars rannsakað í Danmörku, þá undir nafninu 3-NOP. Þegar kýrnar fengu 60 mg af Bovaer á dag losuðu kýrnar 30-38% minna metan á sólarhring án þess að það kæmi niður á áti eða nyt. Bovaer er á duftformi og hentar því best í heilfóður. Enn sem komið er hefur ekki tekist að koma því á kögglað form líkt og kjarnfóðri þar sem hitameðhöndlun virðist skemma virka efnið. Takist að koma því í kjarnfóður er annað vandamál sem þarf að takast á við því kýrnar fá venjulega mismunandi magn af kjarnfóðri. Tryggja þarf að kýrnar fái réttan skammt til að efnið hafi jákvæð áhrif og ef gefinn er of stór skammtur getur það haft neikvæð áhrif á þurrefnisát og nyt. Til eru önnur efni sem geta minnkað metanlosun, svo sem fita og nítrat, en þó ekki eins mikið og Bovaer.

Áætlun losunar

Norfor hefur brugðist við með því að bæta við umhverfisþáttum til að nýta við útreikninga á fóðuráætlunum. Er þá hægt að sjá áætlaða metanlosun á dag miðað við tiltekna fóðursamsetningu. Reiknilíkanið byggir á þurrefnisáti, fitusýrum og tréni í fóðri. Með aukinni áherslu á umhverfismál hefur RML byrjað í haust að senda frá sér fóðuráætlanir með reiknaðri metanlosun uppgefið sem g/dag og g/kg mjólkur. Þetta gerir bændum kleift að rýna í mismunandi losun við mismunandi kjarnfóðurgjöf.

Hvað er að gerast á Íslandi?

Kúakyn virðast hafa áhrif á metanframleiðslu og losun. Í vor var settur upp svokallaður GreenFeed metanmælingarbás í Hvanneyrarfjósinu. Hann virkar eins og kjarnfóðurbás og mælir hann metan á meðan kýrnar éta kjarnfóðrið. Nú er básinn að safna gögnum til að meta megi hver meðallosun sé frá íslensku kúnni. Þegar það liggur fyrir verður hægt að skoða hvort erlend reiknilíkön fyrir metanlosun passi okkar gripum. Það verður áhugavert að fylgjast með framtíðarniðurstöðunum um metanlosun því hlutirnir gerast hratt á þessum vettvangi.

Hvað er hægt að gera meira?

Meðal annars í Danmörku eru þessi mál komin skrefinu lengra og þar er líka farið að reikna heildar kolefnislosun gripa. Er þá hægt að setja inn áburðarnotkun og uppskeru og tengja við heysýnaniðurstöðurnar í Norfor og kjarnfóðursalar geta sett inn kolefnissporið á kjarnfóðri. Til að slíkir útreikningar verði marktækir er mikilvægt að fóðursalar noti þennan möguleika, annars reiknast kolefnislosunin eingöngu á grundvelli gróffóðursins, sem er aðeins hálf sagan.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...