Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.
Rofbakki fyrir og eftir gerð bakkavarnar. Meginvörnin er undir yfirborð árinnar.
Á faglegum nótum 28. nóvember 2022

Varnir gegn landbroti

Höfundur: Landgræðslan

Landgræðslan hefur það hlutverk skv. lögum um landgræðslu (lög nr. 155/2018) að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna.

Aðgerðir til varnar landbroti

Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla geta verið fólgnar í bakkavörnum og gerð varnargarða. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/eða malarfylling er sett við árbakkann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft og tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áberandi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár fylla farvegi sína af framburði og flæmast út fyrir farvegi sína.

Að öllu jöfnu er lögð áhersla á bakkavarnir fremur en aðrar tegundir framkvæmda, enda má fullyrða að bakkavarnir hafi í flestum tilvikum engin eða sáralítil áhrif á m.a. fiskgengd í ám, afkomu fiskistofna, aðstæður til veiða eða lífríkis vatnsins að öðru leyti.

Framkvæmd varnaraðgerða

Landgræðslan á náið og gott samstarf við Vegagerðina um framkvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngumannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði og framkvæmdum, en Vegagerðin annast og hefur umsjón með varnaraðgerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi.

Vegagerðin, áður Siglingastofnun, annast einnig aðgerðir vegna ágangs sjávar.

Þegar verja á mannvirki í eigu ríkis eða sveitarfélaga, stofnana þeirra eða fyrirtækja, sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga, þá greiðir viðkomandi aðili allan kostnað við það varnarmannvirki.

Við upphaf framkvæmda fær landeigandi í hendur hönnunarteikningar ásamt verklýsingu og við verklok er framkvæmdin metin og styrkur greiddur út, sé það unnið samkvæmt fyrirmælum og verklýsingum Landgræðslunnar. Landgræðslan telst í mörgum tilvikum verkkaupi en landeigandi verktaki, honum er þó heimilt að ráða til sín undirverktaka til að vinna verkið. Ef ekki er verktaka gert að vinna framkvæmd samkvæmt fyrirmælum Landgræðslunnar.

Allar framkvæmdir fara fram utan hefðbundins veiðitíma og iðulega er unnið frá október og fram í desember. Sá tími er oft heppilegur því þá er rennsli í lágmarki sem auðveldar framkvæmd og dregur úr þörf á raski í farvegi.

Nýbyggingar varnargarða eru núna fátíðar og þá helst í tengslum við jökulárnar. Viðhald og endurnýjun þar sem við á eru helstu verkefni við varnargarða.

Landgræðslan hefur annast úttekt á landbroti, m.a. á bökkum Hálslóns við Kringilsárrana frá árinu 2013. Landbrot er víða mikið við strendur Kringilsárrana og á köflum er það komið inn fyrir mörk friðlandsins. Mælingar síðustu ára hafa sýnt töluverðan breytileika milli ára en há vatnsstaða og veðurfar eru helstu orsakavaldar fyrir landbroti. Vegna þess hversu virkt landbrot er víða á svæðinu hefur verið talin þörf á að meta það árlega og á meðfylgjandi mynd má sjá það svæði sem úttektin 2022 náði til.

Sótt er um styrki til varna gegn landbroti. Á hverju ári hefur framkvæmdafé verkefnisins verið um 50 m.kr. Umsóknir gilda í 6 ár og er forgangsraðað á hverju ári. Listi umsókna fyrri ára er ansi langur og langt umfram það fjármagn sem sjóðurinn hefur yfir að ráða. Eldri umsóknir falla úr gildi. Þeim sem eiga umsóknir eldri en 6 ára og landbrot enn viðvarandi er bent á að endurnýja umsókn sína.

Opnað hefur verið fyrir nýjar umsóknir á heimasíðu Landgræðslunnar
Frekari upplýsingar veitir verkefnastjóri Varna gegn landbroti, Sigurjón Einarsson, í síma 856-0432 eða í gegnum netfangið sigurjon.einarsson@ landgraedslan.is.

Skylt efni: Landgræðsla | landbrot

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...