Villa á ungnautaspjaldi 14074-14088
Höfundur: Guðmundur Jóhannsson, ábyrgðamaður í nautgriparækt hjá RML
Á ungnautaspjaldi fyrir naut nr. 14074-14088 slæddust því miður inn meinlegar villur.
Fyrir það fyrsta birtist röng mynd við Grunda 14088 sem er ekki af honum heldur Trompási 14070. Rétt mynd af Grunda fylgir hér með. Þá er kynbótamat móður Grunda, Sif 1497, ekki rétt á spjaldinu og fylgir hér hið rétta mat.
Beðist er velvirðingar á þessum villum. Á nautaskra.net er að finna pdf-skjal með þessu sama spjaldi og þar eru þessar upplýsingar réttar.