Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
„Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna,“ segir Lárus.
„Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna,“ segir Lárus.
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi á Rauðsgili, Borgarfirði.

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé að beita lönd annarra í óleyfi, og að sveitarfélögum beri að smala því fé.

Lárus Elíasson.

Það þrátt fyrir marga úrskurði um málið:

  1. Umboðsmaður alþingis 2022
  2. Innviðaráðuneytið feb. 2024
  3. Matvælaráðuneytið feb. 2024
  4. Innviðaráðuneytið apríl 2024

... og til að taka af allan vafa, þá setur matvælaráðuneytið ekki lög heldur Alþingi. Matvælaráðuneytið er hluti af framkvæmdarvaldinu, sem ber að fara að lögum settum af Alþingi.

Við erum komin alveg út á tún – ef það er ekki hægt að reka sauðfjárbú nema:

  • allir aðrir girði, en ekki fjárbúið sökum kostnaðar
  • beita lönd nágranna í óleyfi
  • beita afrétti með ósjálfbærum hætti
Það er fjárhagslega hagkvæmara að framleiða ekki lambakjöt í ósjálfbærum haga.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins birti greiningu á afkomu í landbúnaði 2018–2022 og afkomuspá fyrir árið 2023, 2. nóvember síðastliðinn.

Þar kemur í ljós að þriðja hver króna í tekjur af sauðfjárrækt kemur úr opinberum styrkjum, þriðja hver króna eru aðrar tekjur búsins og þriðja hver er frá afurðasölu.

Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna og mun minni en launakostnaður og breytilegur kostnaður til samans. Því væri afkoma bænda sú sama hvort sem þeir halda sauðfé eða ekki, ef styrkjum væri haldið þeim sömu. Því mæla öll rök með því að vel reknu sauðfjárbúin, með sjálfbæra hagagöngu, fái að vaxa og dafna en hin fái að hætta með reisn.

Hluti af opinberum tekjum sauðfjárræktar er vegna gæðastýringar sem á m.a. að tryggja sjálfbæra landnotkun, en allt að 40% af sauðfé gengur á afréttum sem ekki eru sjálfbærir samkvæmt Riti LbhÍ nr. 130 um Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa eftir Ólaf Arnalds frá 2020. Sauðfé er líka beitt á örfoka afrétti í 600 m hæð mönnum til skemmtunar (kallast lífsstíll í sjónvarpi). Við höfum nálega útrýmt skemmtiakstri vélknúinna ökutækja yfir viðkvæmt land, en þetta landníð er látið óáreitt. Landníð með ríkisstyrkjum er þróaðri, ríkri, upplýstri þjóð til háborinnar skammar.

Skylt efni: Afkoma sauðfjárbúa

Samdráttur í kartöfluuppskeru
Lesendarýni 22. apríl 2025

Samdráttur í kartöfluuppskeru

Hagstofa Íslands sló upp á forsíðu sinni nýlega að kartöfluppskeran 2024 hefði v...

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?
Lesendarýni 15. apríl 2025

Matvöruverðbólga – af hverju hækkaði matvælaverð mismikið milli landa?

Á árunum 2021 til 2025 hækkaði matvælaverð í Evrópu víða verulega.

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu
Lesendarýni 14. apríl 2025

Innflutningur á erlendu kúakyni til mjólkurframleiðslu

Í kjölfar umræðu um innflutning á erlendu kúakyni til mjólkurfram - leiðslu vill...

Táknmynd Íslands
Lesendarýni 2. apríl 2025

Táknmynd Íslands

Hver skyldi myndin vera sem kemur upp í huga flestra útlendinga þegar Ísland er ...

Hringrásargarðar á Íslandi
Lesendarýni 1. apríl 2025

Hringrásargarðar á Íslandi

Hugmyndin um hringrásargarða hefur rutt sér til rúms sem leið að vistvænni iðnþr...

Tilhæfulaus fyrirgangur
Lesendarýni 27. mars 2025

Tilhæfulaus fyrirgangur

Að undanförnu hefur mikill fyrirgangur verið vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjór...

Vandi bænda í ESB
Lesendarýni 25. mars 2025

Vandi bænda í ESB

Landbúnaður í Evrópusambandinu stendur frammi fyrir miklum áskorunum sem ógna bæ...

Myglufaraldur í húsum
Lesendarýni 19. mars 2025

Myglufaraldur í húsum

Fréttir berast reglulega um myglu í húsum, jafnvel svo útbreidda, að rífa þurfi ...