Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
„Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna,“ segir Lárus.
„Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna,“ segir Lárus.
Lesendarýni 26. júlí 2024

Að ræða kjarna málsins og leita lausna

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi á Rauðsgili, Borgarfirði.

Enn er látið að því liggja að það sé einhver réttarfarsóvissa um að óheimilt sé að beita lönd annarra í óleyfi, og að sveitarfélögum beri að smala því fé.

Lárus Elíasson.

Það þrátt fyrir marga úrskurði um málið:

  1. Umboðsmaður alþingis 2022
  2. Innviðaráðuneytið feb. 2024
  3. Matvælaráðuneytið feb. 2024
  4. Innviðaráðuneytið apríl 2024

... og til að taka af allan vafa, þá setur matvælaráðuneytið ekki lög heldur Alþingi. Matvælaráðuneytið er hluti af framkvæmdarvaldinu, sem ber að fara að lögum settum af Alþingi.

Við erum komin alveg út á tún – ef það er ekki hægt að reka sauðfjárbú nema:

  • allir aðrir girði, en ekki fjárbúið sökum kostnaðar
  • beita lönd nágranna í óleyfi
  • beita afrétti með ósjálfbærum hætti
Það er fjárhagslega hagkvæmara að framleiða ekki lambakjöt í ósjálfbærum haga.

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins birti greiningu á afkomu í landbúnaði 2018–2022 og afkomuspá fyrir árið 2023, 2. nóvember síðastliðinn.

Þar kemur í ljós að þriðja hver króna í tekjur af sauðfjárrækt kemur úr opinberum styrkjum, þriðja hver króna eru aðrar tekjur búsins og þriðja hver er frá afurðasölu.

Ef afkoma sauðfjárbúa er skoðuð nánar, þá kemur í ljós að afurðatekjur eru nálega þær sömu og breytilegur kostnaður búanna og mun minni en launakostnaður og breytilegur kostnaður til samans. Því væri afkoma bænda sú sama hvort sem þeir halda sauðfé eða ekki, ef styrkjum væri haldið þeim sömu. Því mæla öll rök með því að vel reknu sauðfjárbúin, með sjálfbæra hagagöngu, fái að vaxa og dafna en hin fái að hætta með reisn.

Hluti af opinberum tekjum sauðfjárræktar er vegna gæðastýringar sem á m.a. að tryggja sjálfbæra landnotkun, en allt að 40% af sauðfé gengur á afréttum sem ekki eru sjálfbærir samkvæmt Riti LbhÍ nr. 130 um Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa eftir Ólaf Arnalds frá 2020. Sauðfé er líka beitt á örfoka afrétti í 600 m hæð mönnum til skemmtunar (kallast lífsstíll í sjónvarpi). Við höfum nálega útrýmt skemmtiakstri vélknúinna ökutækja yfir viðkvæmt land, en þetta landníð er látið óáreitt. Landníð með ríkisstyrkjum er þróaðri, ríkri, upplýstri þjóð til háborinnar skammar.

Skylt efni: Afkoma sauðfjárbúa

Kosningarnar snúast líka um landbúnað
Lesendarýni 21. nóvember 2024

Kosningarnar snúast líka um landbúnað

Frá upphafi hefur landbúnaður gegnt lykilhlutverki í að móta íslenska menningu o...

Af virðingu við landið
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Af virðingu við landið

Í aðdraganda kosninga erum við ítrekað minnt á að margar stærstu áskoranir samfé...

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni
Lesendarýni 20. nóvember 2024

Hjúkrunarheimili á landsbyggðinni

Eru hjúkrunarheimili á landsbyggðinni með viðunandi fjármögnun? Er tilefni til a...

Vegleysur á Vestfjörðum
Lesendarýni 18. nóvember 2024

Vegleysur á Vestfjörðum

Sem frambjóðandi á ferð fór ég akandi um Vestfirði um helgina. Vegur um Strandir...

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...