Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Endurskoðun búvörusamninga og aukinn innflutningur á kjöti
Lesendarýni 2. mars 2023

Endurskoðun búvörusamninga og aukinn innflutningur á kjöti

Höfundur: Anton Guðmundsson, oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.

Nú er komið að endurskoðun búvörusamninga og þarf að huga að tilvist bænda í þeim samningum, en málið snertir fæðuöryggi og byggðastefnu þjóðarinnar.

Anton Guðmundsson

Nær sjaldan í seinni tíð hefur fæðuöryggi þjóðarinnar skipt okkur Íslendinga meira máli eins og nú, ófriður í Evrópu vegur þar þungt í umræðunni, víða eru menn farnir að finna fyrir vöruskorti og hækkandi verði á allri hrávöru.

En hvað þýðir þetta orð, fæðuöryggi?

Þegar talað er um fæðuöryggi samkvæmt skilgreiningu matvælaráðneytisins þá er átt við að allt fólk, á öllum tímum, hefur raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, heilnæmum og næringarríkum mat sem fullnægir þörfum þess til að lifa virku og heilsusamlegu lífi.

Núverandi búvörusamningar tóku gildi 1. janúar 2017. Þeir eru gerðir milli ríkisins og Bændasamtaka Íslands en þar er fjallað um stjórn á framleiðslu búvara og framlaga til landbúnaðarins af hálfu ríkisins, framlög á fjárlögum vegna búvörusamninganna í ár hljóða upp á 17,2 milljarða króna, nautgriparækt fær um 8,4 milljarða, sauðfjárrækt 6,2 milljarða, garðyrkja um rúman milljarð og svo erum við með rammasamninginn sem hljóðar upp á 1,5 milljarða króna.

Rammasamningur á að taka utan um jarðræktarstyrki, og nýliðun svo fátt eitt sé nefnt. Búvörusamningarnir gilda í 10 ár með tveimur endurskoðunarákvæðum, fyrst árið 2019 og nú stendur þessi síðari endurskoðun fyrir dyrum 2023. Staðreyndin er sú að krefjandi tímar eru fram undan í landbúnaði með hækkun á öllum aðföngum til bænda.

Einnig verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að meðalaldur bænda er um 60 ár og nýliðun lítil í bændastéttinni. Leggja þarf aukið fé til búvörusamninga að mínu mati til að stuðla að tilvist bænda í íslenskum landbúnaði. Einnig þarf að setja aukið fé í rammasamninginn og vinna markvisst að því að hvetja ungt og kraftmikið fólk til starfa í landbúnaði.

Við vitum það, Íslendingar, að kjötið sjálft er engu líkt og einstakt á heimsmælikvarða. Þar spila saman aldalöng ræktunaraðferð íslenskra bænda og óspillt íslensk náttúra.

Einnig hef ég áhyggjur af stöðu kjúklingabænda, því nú berast okkur fregnir af því að innflutningur á kjúklingakjöti frá Úkranínu hafi verið í kringum 80 tonn á síðasta ári. Í júní sl. lagði fjármála- og efnahagsráðherra fram frumvarp til laga um breytingu á tollalögum sem fólu í sér tímabundna einhliða niðurfellingu tolla á vörur sem eru upprunnar í Úkraínu.

Þar er um að ræða hreina tollaniðurfellingu án fyrirvara, formaður deildar kjúklingabænda hjá Bændasamtökunum kveðst uggandi yfir þeim áhrifum sem innflutningur frosins, úrbeinaðs kjúklingakjöts frá Úkraínu getur haft á framtíð alifuglabænda.

Ég skora því á samflokksmenn mína, þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins að setja þessi mál á dagskrá og standa vörð um sérstöðu íslenskra bænda. Einnig að beita sér fyrir því að þessi endurskoðun búvörusamninga tryggi styrkari stoð undir dreifða búsetu og fæðuöryggi íslensku þjóðarinnar.

Skylt efni: Búvörusamningur

Um áveitur og endurheimt mýra
Lesendarýni 11. mars 2025

Um áveitur og endurheimt mýra

Nýverið gekk ég yfir götuna á Hvanneyri og heimsótti Bjarna Guðmundsson, fyrrver...

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað
Lesendarýni 10. mars 2025

Heilbrigð umgjörð um íslenskan landbúnað

Fyrsta kjördæmavika á nýju kjörtímabili er nýliðin. Við í Viðreisn ákváðum að ha...

Nýir orkugjafar og hagkvæmni
Lesendarýni 28. febrúar 2025

Nýir orkugjafar og hagkvæmni

Í fyrri grein undirritaðs í blaðinu frá 19. des. sl. „Loftslagsmál og orka“ er f...

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum
Lesendarýni 27. febrúar 2025

Sveit í sókn, 150% fjölgun á 15 árum

Í Öræfum blómstrar fjölbreytt samfélag í sveit sem löngum var ein einangraðasta ...

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?
Lesendarýni 26. febrúar 2025

Hvernig nýtir Noregur heimildir til tollahækkana til að framfylgja landbúnaðarstefnu sinni?

Norsk landbúnaðar stefna byggir á fjórum meginstoðum: (1) fæðuöryggi, (2) landbú...

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar
Lesendarýni 25. febrúar 2025

Styrkjum stöðu garðyrkjunnar

Íslensk garðyrkja er einn af lykilþáttum í sjálfbærri fæðuöryggisstefnu landsins...

Blessuð íslenska kýrin
Lesendarýni 21. febrúar 2025

Blessuð íslenska kýrin

Um þessar mundir ríður þankagangur Mammons röftum, meðal sumra kúabænda á Ísland...

Eflum íslenska nautgriparækt
Lesendarýni 20. febrúar 2025

Eflum íslenska nautgriparækt

Í Bændablaðinu 23. janúar sl. birtum við pistil í framhaldi af skýrslu LbhÍ um s...