Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Helga Jóhannsdóttir, Silke Van Broeck, Ómar Ragnarsson og Bjarni Þór Haraldsson. Myndin er tekin á sænska dreifbýlisþinginu sem hópurinn frá Íslandi sótti.
Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Stefanía Gísladóttir, Helga Jóhannsdóttir, Silke Van Broeck, Ómar Ragnarsson og Bjarni Þór Haraldsson. Myndin er tekin á sænska dreifbýlisþinginu sem hópurinn frá Íslandi sótti.
Mynd / aðsend
Lesendarýni 31. október 2024

Leitum samstarfsaðila fyrir landsbyggðarverkefni

Höfundur: Hildur Þórðardóttir, formaður Landsbyggðin lifi.

Landsbyggðin lifi leitar eftir samstarfi við framfarafélög, þorp, bæjarfélög eða sveitarfélög í verkefni með landsbyggðarkjörnum í Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku um hvað þarf til að viðhalda byggðunum og sérstaklega að nýtt fólk geti flutt þangað.

Hildur Þórðardóttir

Nú þegar lífið á höfuðborgarsvæðinu snýst um umferðarteppur, óaðlaðandi miðbæ, mengun, hávaða og glæpi, endalaust frístundaskutl og langar vegalengdir, eru margir sem íhuga að flytja út á land og einfalda lífið. En hvað stendur í vegi? Vantar húsnæði? Atvinnu? Nettengingu? Þarf betri samgöngur? Þjónustu? Eru kannski fordómar sem standa í vegi?

Samstarf með bæjum og þorpum á Norðurlöndunum þýðir að þátttakendur geta deilt vandamálum og lausnum. Kannski hafa bæir í Finnlandi lausnir sem henta bæjum á Íslandi.

Með því að nálgast verkefnið ekki út frá fyrir fram ákveðnum hindrunum og að ekkert sé hægt að gera, heldur með opnum huga og hugsa „hvað ef ekkert stæði í vegi“ er hægt að opna fyrir margar frjóar hugmyndir. Verkefnið er hægt að nota til að efla íbúalýðræði og þátttöku íbúa í nærsamfélaginu.

Verkefnið er til þriggja ára og á þeim tíma mun hvert þátttökuland skipuleggja málþing eða vinnustofur til að ræða ákveðna þætti sem mest brenna á. Landsbyggðin lifi mun skipuleggja málþingin fyrir Íslands hönd.

Verkefnið miðar að því að gera landsbyggðina að meira aðlaðandi stað til að flytja til og búa á með því að bæta skilyrðin fyrir húsnæði og þjónustu. Þannig verður landsbyggðin að raunhæfum kosti fyrir fleiri. Með fjölgun íbúa er markmiðið að endurvekja staðbundna þjónustu sem kemur öllum til góða. Hér áður fyrr voru mörg framfarafélög úti um allt land sem tóku málin í eigin hendur og unnu að framfaramálum í nærsamfélaginu. Með nýjum kynslóðum og örari lífsmáta hafa flestöll þessi framfarafélög sofnað. Það er von okkar hjá Landsbyggðin lifi að hægt sé að endurvekja þessi gömlu félög eða stofna ný íbúafélög með þessu verkefni.

Þeir sem hafa áhuga eða vilja frekari upplýsingar vinsamlega hafið samband við undirritaða.

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?
Lesendarýni 2. janúar 2025

Eru áhrif koltvísýrings á loftslagið ofmetin?

Viðurkennt er að koltvísýringur (CO2) getur fangað ákveðna tíðni varmaútgeisluna...

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð
Lesendarýni 2. janúar 2025

Sólarorka – fortíð, nútíð og framtíð

Geislar sólarinnar voru í aldaraðir nýttir til beinnar upphitunar híbýla. Elstu ...

Er aukefnunum ofaukið?
Lesendarýni 30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

Ég (Anna María) bjó lengi í Danmörku, en eftir að hafa flutt til Íslands fór ég ...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2024

Við áramót

Við áramót er gott tilefni til að hyggja að þeim atriðum sem hæst ber í blóðnytj...

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu
Lesendarýni 27. desember 2024

Flekkur kom úr langferð á jólaföstu

Hér á bæ fæddist svartflekkóttur lambhrútur 14. maí 2021, fremur smár tvílembing...

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll
Lesendarýni 20. desember 2024

Vangaveltur um verðlagsgrundvöll

Í lok nóvember sl. stóðu Bændasamtökin fyrir kynningarfundi fyrir félagsmenn um ...

Hið rétta um raforkuna
Lesendarýni 19. desember 2024

Hið rétta um raforkuna

Við hjá Landsvirkjun höfum bent á það í rúman áratug að nauðsynlegt sé að vinna ...

Verðugur launa sinna
Lesendarýni 16. desember 2024

Verðugur launa sinna

Það hefur löngum þótt sjálfsagður hlutur að veiðimenn á vegum sveitarfélaga séu ...