Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Lesendarýni 22. janúar 2024

Norrænt tengslanet um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs

Höfundur: Þórey jarðræktarráðunautur og Jóhann er fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs hjá RML.

Land og skógur (Los) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) voru þátttakendur í samnorrænni NKJ umsókn um verkefni sem sneri að myndun samstarfsvettvangs sem fjallar um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs.

Umsóknin hlaut brautargengi og var formlega hleypt af stokkunum nú í nóvember sl. Það er öflugur hópur sérfræðinga frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi ásamt Íslandi sem mynda þetta samstarfsnet og er það Land og skógur sem leiðir verkefni fyrir hönd Íslands. Við hlökkum til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni enda er heilbrigði jarðvegs undirstöðuþáttur þegar kemur að þeirri þjónustu sem vistkerfi getur veitt, og á það líka við um landbúnaðarvistkerfi.

Mikilvægt er að geta metið árangur ólíkrar meðhöndlunar á heilbrigði jarðvegs og því nauðsynlegt að hafa til þess góðar leiðir. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga og setja fram með hvaða hætti hægt er að meta heilbrigði jarðvegs með góðum en helst einföldum aðferðum.

Mikilvægt er að taka inn staðbundna þætti þegar valdar eru aðferðir til að meta jarð­vegsheilbrigði og áhrif þeirra á niðurstöður, þar sem ólíkar aðferðir passa við ólíkar aðstæður og aðferðir sem notaðar eru til að meta heilbrigði jarðvegs sunnar á hnettinum passa ekki endilega við hér norðar.

Þetta norræna samstarf mun stuðla að samvinnu þessara aðila í þeim tilgangi að efla og styrkja innviði og auka samstarf innan hvers lands sem og milli landanna.

Við bindum miklar vonir við þetta samstarf og vonum að það stuðli að aukinni meðvitund á heilbrigði jarðvegs og ekki síst útlistun á gagnlegum aðferðum sem hægt er að nota til að meta ástand jarðvegs og getu hans til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað í landbúnaðarvistkerfum.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...