Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Þórey Gylfadóttir og Jóhann Þórsson
Lesendarýni 22. janúar 2024

Norrænt tengslanet um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs

Höfundur: Þórey jarðræktarráðunautur og Jóhann er fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs hjá RML.

Land og skógur (Los) og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) voru þátttakendur í samnorrænni NKJ umsókn um verkefni sem sneri að myndun samstarfsvettvangs sem fjallar um landbúnaðarvistfræði og heilbrigði jarðvegs.

Umsóknin hlaut brautargengi og var formlega hleypt af stokkunum nú í nóvember sl. Það er öflugur hópur sérfræðinga frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi ásamt Íslandi sem mynda þetta samstarfsnet og er það Land og skógur sem leiðir verkefni fyrir hönd Íslands. Við hlökkum til þátttöku í þessu mikilvæga verkefni enda er heilbrigði jarðvegs undirstöðuþáttur þegar kemur að þeirri þjónustu sem vistkerfi getur veitt, og á það líka við um landbúnaðarvistkerfi.

Mikilvægt er að geta metið árangur ólíkrar meðhöndlunar á heilbrigði jarðvegs og því nauðsynlegt að hafa til þess góðar leiðir. Markmið verkefnisins er að afla upplýsinga og setja fram með hvaða hætti hægt er að meta heilbrigði jarðvegs með góðum en helst einföldum aðferðum.

Mikilvægt er að taka inn staðbundna þætti þegar valdar eru aðferðir til að meta jarð­vegsheilbrigði og áhrif þeirra á niðurstöður, þar sem ólíkar aðferðir passa við ólíkar aðstæður og aðferðir sem notaðar eru til að meta heilbrigði jarðvegs sunnar á hnettinum passa ekki endilega við hér norðar.

Þetta norræna samstarf mun stuðla að samvinnu þessara aðila í þeim tilgangi að efla og styrkja innviði og auka samstarf innan hvers lands sem og milli landanna.

Við bindum miklar vonir við þetta samstarf og vonum að það stuðli að aukinni meðvitund á heilbrigði jarðvegs og ekki síst útlistun á gagnlegum aðferðum sem hægt er að nota til að meta ástand jarðvegs og getu hans til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað í landbúnaðarvistkerfum.

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti
Lesendarýni 5. júlí 2024

Ekki lausn fyrir Landeyjahöfn - Síðari hluti

Í síðasta eintaki af Bbl. birtist grein um það hvernig öldusveigjan umhverfis Ve...

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra
Lesendarýni 2. júlí 2024

Dýravelferð og hugmyndafræði einnar heilsu: ábyrgð okkar allra

Velferð dýra er ófrávíkjanleg krafa siðmenntaðs samfélags, hvort sem um ræðir gæ...

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn
Lesendarýni 24. júní 2024

Framleiðsla og vinnsla búvara falla ekki undir EES-samninginn

Fyrir röskum þremur árum ritaði greinarhöfundur þrjár greinar um landbúnað og sa...

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda
Lesendarýni 21. júní 2024

Enn af undanþágum búvörulaga og stöðu bænda

Ágætu bændur. Í Bændablaðinu þann 16. maí sl. reifaði ég í bréfi til ykkar áhygg...

Af heimanautum og sæðinganautum
Lesendarýni 21. júní 2024

Af heimanautum og sæðinganautum

Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þræt...

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna
Lesendarýni 21. júní 2024

Réttindabarátta sjávarbyggða og strandveiðimanna

Strandveiðitímabilið hófst í byrjun maí. Mikil veiði hefur verið enda mikið af f...

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki
Lesendarýni 20. júní 2024

Kynding með viðarperlum úr íslensku lerki

Tandrabretti ehf. hefur undanfarin ár unnið að uppbyggingu á viðarperluframleiðs...

Og svo kom vorið
Lesendarýni 18. júní 2024

Og svo kom vorið

Nú í byrjun júnímánaðar fengu landsmenn yfir sig sannkallað vetrarveður sem varð...