Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Lesendarýni 3. janúar 2024

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Höfundur: Reynir Ragnarsson fyrrverandi umferðarfulltrúi, lögregluvarðstjóri og björgunarsveitarmaður.

Ég hef verið að glugga í nýlega birt umhverfismat frá Umhverfisstofnun um valkosti á vegum og vegabótum á þjóðvegi 1 um Mýrdal.

Reynir Ragnarsson.

Ég átti svo sem ekki von á neinum jákvæðum undirtektum frá þeirri stofnun um láglendisveg um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og til Víkur og þar með láglendisvegi allt til Austfjarða. Það vita flest allir að Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og alls konar undirnefndir og ráð á þeirra vegum, eru og hafa verið á móti öllum endurbótum og framkvæmdum, hvort sem um vegabætur, raforkuver, raflínur, jarðgöng, eða jafnvel hvalveiðar, hefur verið að ræða.

Get ég nefnt mörg dæmi þessu til staðfestingar eins og til dæmis þegar allt í einu slökknaði á öllum hugmyndum um Hvalárvirkjun á Vestfjörðum. Ótal öfgafélög risu upp á afturlappirnar þegar minnst var á fleiri atvinnumöguleika þar eins og fiskeldi.

Stöðvun virkjunarframkvæmda í Þjórsá sem komnar voru á framkvæmdastig og síðast en ekki síst nú með framgöngu þeirra við að koma í veg fyrir að vegaáætlun Alþingis um láglendisveg og göng í gegnum Reynisfjall komist til framkvæmda. Beita með sínu verklagi alls konar rangfærslum og lygum sem núna kallast víst á fínna máli falsfréttir.

Þetta hefur ekkert breyst og mun ég rekja það nánar síðar, þar sem það rúmast ekki með þessari grein. Ég batt hins vegar vonir mínar við Vegagerðina, sem ég þekkti að öllu góðu af eigin raun, sem fyrrverandi ýtumaður, verktaki, lögreglumaður og umferðarfulltrúi.

Ég trúði að hún myndi standa við sínar áætlanir og yfirlýst markmið um láglendisveg allt frá Hveragerði og austur á firði. Yfirlýst markmið Vegagerðarinnar eru þessi: Umferðaröryggi – greiðfærni á vetrum – þjóðvegur úr þéttbýli – og stytting vegar.

En „svo bregðast krosstré sem önnur tré“ og Vegagerðin virðist nú ætla að láta sig hafa það að bregðast öllum þessum markmiðum og gerast taglhnýtingur þess félagsskapar sem hún hefur átt í hvað mestu basli og baráttu við.

Fyrst er hún fengin til þess að falla frá þeim vegavalkosti sem hún hafði hannað og birt. Síðan að bæta við nýjum vegavalkosti, fram hjá Vík, arfavitlausum valkosti sem er algjörlega á skjön við yfirlýst markmið Vegagerðarinnar þannig að furðu vekur og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur lýst samhljóða að komi ekki til greina.

Í stað styttingar er vegurinn til Víkur í valkosti 4, lengdur um 2,5 km og fyrir innansveitarfólk, eins og úr Reynis- og Dyrhólahverfi, lengist þeirra leið fram og til baka um 5 km. Bætt er við tveim brekkum upp í hæð á við Hallgrímskirkju, gríðarlegu brúarmannvirki yfir Grafargil og síðan langt eftir öllu fyrirhuguðu framtíðar byggingalandi á Suður- og Norðurvíkurtúnum. Þorps sem er í hvað mestum vexti, sem þekkst hefur hér á landi.

Svo bítur hún höfuðið af skömminni með því að telja þetta besta valkostinn.

Þrátt fyrir að valkostir 1 til 3 um láglendisveg hafi skorað hærra í þeirra eigin könnunum í mark- miðum Vegagerðarinnar. Ég get ekki skilið þessa kúvendingu öðruvísi en annaðhvort er Vegagerðin orðin eins og taglhnýttur trússhestur, í taumi umhverfisöfgasinna, rúin eigin stefnumörkun og verkfrelsi, eða búið er að raða inn í hennar stjórnunarstöður heilaþvegnu ofstækisfólki, sem hefur önnur markmið í heiðri heldur en þau sem koma fram í stefnuskrá
Vegagerðarinnar.

Eða þá að Vegagerðin hafi ekki lesið þessa ráðgjöf sem virðist vera unnin fyrir hana af VSÓ ráðgjöf, og hefur sjálfsagt kostað sitt. Eða þá að hún er gengin til liðs með þeim sem sjá sér hag í því að kynna og mæla með svo snarvitlausum valkosti að hvorki sveitarstjórn né nokkur upplýstur íbúi getur fallist á þann valkost og þar með sé málið dautt.

Ég segi bara að lokum: „Guð hjálpi Vegagerðinni og leiði hana á réttan veg.“

Skylt efni: Vík í Mýrdal | samgöngur

Kosningar og hvað svo?
Lesendarýni 15. nóvember 2024

Kosningar og hvað svo?

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtu Bændasamtök Íslands áskorun til frambjóð...

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu
Lesendarýni 13. nóvember 2024

Sterkur landbúnaður þarf stefnufestu og aftur stefnufestu

Það er stór ábyrgðarhluti stjórnvalda að reyna að tryggja að atvinnugreinar séu ...

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara
Lesendarýni 12. nóvember 2024

Eyrnamörk: Skjaldarmerki hins íslenska riddara

Eyrnamörk eða fjármörk eru, eins og margir þekkja, skurðir í eyru á fé til að sk...

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi
Lesendarýni 11. nóvember 2024

Stoð atvinnulífs og lykill að framtíðarfæðuöryggi

Landbúnaður hefur löngum verið ein af burðarstoðum atvinnulífs í Norðausturkjörd...

Hnignun ESB
Lesendarýni 8. nóvember 2024

Hnignun ESB

„Evrópusambandið líkist Sovétríkjunum í vestrænum fötum“, á Mikhail Gorbasjov að...

Gróska eða stöðnun?
Lesendarýni 7. nóvember 2024

Gróska eða stöðnun?

Árið 2018 vann KPMG skýrslu fyrir þáverandi landbúnaðar­ráðherra þar sem sviðsmy...

Þjóðarátak í samgöngumálum
Lesendarýni 6. nóvember 2024

Þjóðarátak í samgöngumálum

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum þegar kemur að samgöngumálum. Vegakerfi la...

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar
Lesendarýni 5. nóvember 2024

Ekkert fæðuöryggi án landbúnaðar

Íslendingar eru og hafa ætíð verið landbúnaðarþjóð. Ræktun lands og nytjar hafa ...