Ræktað á hæðina og fiskimykja nýtt sem næringarefni
Lóðrétt gróðurhús hafa sprottið upp frá Asíu til Evrópu og Bandaríkjanna, þar sem ofur-staðbundnir og vistvænir þættir tækninnar hafa fengið aukna þýðingu í kjölfar allrar umræðunnar um loftslagskreppuna. Tilkynnt var nú um miðjan janúar að stærsta lóðrétta grænmetisræktunin til þessa muni rísa í New York-ríki.