Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Upward Farms fyrirtækið notar það sem nefnt hefur verið „aquaponics“ til að næra uppskeru sína. Sú tækni byggir á samspili plantna og fiska og nýtir fyrirtækið sér þar tegundina randaborra (Striped-Bass eða Morone saxatilis).
Upward Farms fyrirtækið notar það sem nefnt hefur verið „aquaponics“ til að næra uppskeru sína. Sú tækni byggir á samspili plantna og fiska og nýtir fyrirtækið sér þar tegundina randaborra (Striped-Bass eða Morone saxatilis).
Fréttir 31. janúar 2022

Ræktað á hæðina og fiskimykja nýtt sem næringarefni

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Lóðrétt gróðurhús hafa sprottið upp frá Asíu til Evrópu og Banda­ríkjanna, þar sem ofur-staðbundnir og vistvænir þættir tækninnar hafa fengið aukna þýðingu í kjölfar allrar um­ræð­unnar um loftslags­kreppuna. Tilkynnt var nú um miðjan janúar að stærsta lóðrétta grænmetis­ræktunin til þessa muni rísa í New York-ríki.

Í þessu nýja lóðrétta gróðurhúsi mun spretta upp staðbundið grænmeti fyrir fjölmennasta markaðinn í Bandaríkjunum í New York-borg.

Fyrirtækið á bak við verkefnið er Upward Farms í Brooklyn, sem var stofnað árið 2013 og selur nú grænmeti frá tveimur núverandi Whole Foods-verslunum sínum á Manhattan og í Brooklyn. Nýja ræktunarstöðin verður í Luzerne County, Pennsylvaníu, sem er 135 mílur vestur af Manhattan og 115 mílur norður af Fíladelfíu.

32.000 fermetrar

Upward Farms í Brooklyn, sem var stofnað árið 2013 og selur nú grænmeti frá tveimur núverandi Whole Foods-verslunum sínum á Manhattan og í Brooklyn.

Nýja gróðurhúsið, sem er rúmlega 23.200 fermetrar (250.000 ferfet eða 3,2 hektarar), er nærri Fíladelfíu og mun yfirgnæfa önnur gróðurhús fyrirtækisins. Þess má geta að stærsta lóðrétta gróðurhús Evrópu, Taastrup, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn í Danmörku, er „aðeins“ tæplega 6.800 fermetrar að stærð (73.000 ferfet). Þar fer ræktunin fram í 14 hæða rekkum og undir 20.000 LED ljósum. Þar var stefnt að því að framleiðslan næði hámarksafköstum undir lok síðasta árs, eða 1.000 tonnum.

Nýta áburð frá fiski

Flest lóðrétt býli eru með vatns­ræktun, þ.e. rætur plantna sitja í grunnum trogum næringarefnaríks vatns. Upward Farms fyrirtækið notar það sem nefnt hefur verið „aquaponics“ til að næra uppskeru sína. Sú tækni byggir á samspili plantna og fiska. Það er að segja úrgangsefni frá fiski í ræktun eru nýtt sem næringarríkur áburður fyrir plönturnar í eins konar hringrásarkerfi jarðvegs.

Fyrir utan smáþörunga, ræktar Upward Farms fisk; kvikasilfurs­lausan, sýklalyfjalausan, hormóna­lausan blendingsröndóttan bassa (hybrid striped bas), í kerum sem eru aðskildir frá bökkunum með grænmeti. Mykja úr fiskinum er ræktuð með jarðvegsbyggjandi örverum sem breyta næringarefnum úr fiskinum í lífrænan áburð fyrir plönturnar.

Þetta skapar jarðvegsörverur sem er þéttari, frjósamari og afkastameiri en í flestum öðrum gróðurhúsum, að því er stjórnendur Upward Farms segja. Ávinningurinn er því tvöfaldur af ræktun á grænmeti og líka fiski.

Upward Farms heldur því fram að uppskeran sé tvöfalt yfir meðaltali iðnaðarins, þökk sé vistvænni ræktunaraðferðinni, sem heldur fjölda örverufrumna í jarðvegi miklu hærri en það væri með efnaáburði.

„Það er samskiptalag lífvera sem hefur verið byggt inn í milljóna ára þróun milli plantna og örvera,“ sagði Jason Green, forstjóri Upward Farms og stofnandi.

Losna við flutninga um langan veg

„Neytendur á Vesturlöndum hafa vanist því að hafa aðgang að nánast hvaða ávöxtum eða grænmeti sem við viljum á hvaða árstíma sem er. Framleiðsla utan árstíðar kostar okkur aðeins meira, en ávinningurinn sem felst í því að losna við að senda fersk matvæli hundruð eða þúsundir kílómetra er ekki lítill.“ Hann bendir á að í núverandi kerfi þurfi að halda ávöxtum eða grænmeti köldu og meindýralausu til að tryggja að það berist óskemmt og ferskt til neytenda. Þetta ferli valdi miklu álagi, bæði á matvælin sjálf og umhverfið.

Vonin með lóðréttri ræktun er að snúa hefðbundinni hugmyndafræði á haus með því að rækta matvæli nálægt helstu mörkuðum. Lágmarka eða útrýma um leið flóknum birgðakeðjuvandamálum sem auka kostnað og skapa of stór umhverfisfótspor.

„Með þessari nýju aðstöðu munum við geta náð til nokkurra af fjölmennustu svæðum Bandaríkjanna, og næstum 100 milljóna Bandaríkjamanna, á einum degi. Til samanburðar getur það tekið viku að fá vörur frá vesturströndinni,“ sagði Green.

Upward Farms stefnir einnig á að byggja upp nýja stöð í Pennsylvaníu á þessu ári og vonast til að byrja að selja afurðir sem ræktaðar eru þar snemma árs 2023. Fyrirtækið ætlar einnig að stækka til fleiri svæða í Bandaríkjunum á næstu árum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...