bakteríur
Sýklalyfjaónæmar bakteríur fella rúmlega 33.000 Evrópubúa á ári
Í nýrri grein, sem segir frá niðurstöðum rannsóknar sem unnin var fyrir Smitvarnastofnun Evrópu, segir að sýkingar vegna sýklalyfjaónæmra baktería hafi orðið rúmlega 33.000 Evrópubúum að aldurtila árið 2015 ...
Smitleiðir til landsins eru fjölmargar
Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ ) og Bændasamtök Íslands stóðu fyrir opnum fundi í húsakynnum LbhÍ á Hvanneyri í lok nóvember á síðasta ári í kjölfar dóms EFTA-dómstólsins, að íslenskum yfirvöldum væri óheimilt að banna innflutning á fersku kjöti, ferskum eggjum og afurðum úr ógerilsneyddri mjólk.
Hvernig meðhöndla á matvæli um jólin
Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig meðhöndla eigi matvæli í eldhúsinu um jólin. Þar kemur fram að hreinlæti, kæling og rétt hitun matvæla sé afar mikilvæg svo koma megi í veg fyrir að gestir og heimilisfólk fái matarborna sjúkdóma með tilheyrandi óþægindum.
Stefnt að sýnatökum úr grænmeti og ávöxtum
Í undirbúningi eru tvö rannsóknarverkefni sem Karl G. Kristinsson, yfirlæknir Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala, er þátttakandi í og fjalla um útbreiðslu og ónæmi kólibaktería.
Raunveruleg og vaxandi ógn af bakteríum sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum
Til að anna eftirspurn og háværum kröfum um ódýrara kjöt hefur verksmiðjubúskapur tekið við hefðbundnum landbúnaði víða um heim. Til að auka framleiðni og hraða vexti dýra hafa þessi bú notað hormóna og sýklalyf í óhóflegu magni.
Óábyrgt að leyfa innflutning á hráu kjöti og hræsni að vísa til neytendahagsmuna
Sérfræðingur í útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería segir ábyrgðarlaust ef stjórnvöld ætla að fara þegjandi eftir úrskurði EFTA-dómstólsins og leyfa innflutning á hráu kjöti til landsins. Hann segir hræsni talsmanna innflutnings að vísa til neytendahagsmuna.