Til fyrirmyndar varðandi umhverfisvernd og varðveislu líffræðilegs fjölbreytileika
Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, var heiðraður á dögunum þegar Háskóli matarvísindanna (University of Gastronomic Sciences) í Pollenzo á Ítalíu veitti honum viðurkenningu fyrir það framtak að hafa plantað skógi og skjólbeltum og þannig skapað skilyrði til lífrænnar ræktunar í sínu heimalandi.