Nær 3 milljörðum króna veitt til innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum
Gert er ráð fyrir að verja um 2,8 milljörðum króna við uppbyggingu innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum hér á landi á næstu þremur árum. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tilkynnti um úthlutun á fundi á Akureyri nýverið.