Fiskur sem fáir hafa smakkað
Stærstur hluti Íslendinga hefur aldrei lagt sér grálúðu til munns. Samt er hún mikilvægur nytjafiskur sem færir þjóðarbúinu drjúgar tekjur, nánar tiltekið hátt í 10 milljarða króna árlega síðustu árin. Reyndar er grálúðan einn verðmætasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum miðað við afurðaverð reiknað út frá hverju kílói hráefnis upp úr sjó.