Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu
Fréttir 8. desember 2017

Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veitt 5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð.

Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn, samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu,  en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 2.400 tonn.

Færeysku skipin hafa því nýtt 94,5% af aflaheimildum í þorski á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar veiddu 1.292 tonn af ýsu og 828 tonn af löngu á árinu.

Aflahæsti færeyski báturinn í bolfiski á yfirstandandi vertíð er Klakkur með 762 tonn og því næst Eivind með 671 tonn en alls hafa þrettán færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskri landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 15.021 tonn.

Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð, þar af 244 tonn af löngu og 216 tonn. Af keilu. Loðnuafli norskra skipa er 60.382 tonn.  Þá veiddu grænlensk skip 27.368 tonn af loðnu.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...