Fyrsta grásleppa ársins
Sigurður Kristjánsson á Ósk ÞH veiddi fyrir skömmu fyrstu grásleppu ársins 2018. Sigurður var á þorskveiðum í Skjálfanda og lagði nokkur net í austanverðan Flóann.
Á vef Landssambands smábátaeigenda er haft eftir Sigurði að grásleppan hafi verið vel haldin og komin í hana hrogn en hann sagði líka að hann hefði aldrei séð jafn lúsuga grásleppu.
Sigurður segist hafa sleppt grásleppunni með þeim orðum að hún væri velkomin aftur í netið hjá sér eftir að vertíðin hefst um 20. mars á þeim slóðum sem hann leggur.