Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins
Fréttir 31. júlí 2017

Aflayfirlit fyrstu níu mánaða fiskveiðiársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heildarafli íslenska flotans á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017, frá 1. september 2016 til 31. maí 2017, nam um 874 þúsund tonnum upp úr sjó. Til samanburðar var aflinn á sama tímabili í fyrra 814 þúsund tonn.

Í frétt á heimasíðu Fiskistofu segir að þetta sé aukning í heildarafla sem nemi um 7,4% eða um 60 þúsund tonnum. Munur milli fiskveiðiára er að mestu vegna aukinnar veiði í loðnu.

Botnfiskur

Á níu mánaða tímabili yfirstandandi fiskveiðiárs veiddu íslensk skip tæplega 23 þúsund tonnum minna af þorski úr sjó en á fyrra ári. Samdráttur í ýsuafla var um fimm þúsund tonn. Heildaraflinn í botnfiski á þessu tímabili er tæp 330 þúsund tonn upp úr sjó samanborið við tæp 383 þúsund tonn á sama tímabili í fyrra. Þetta er samdráttur upp á 13,8% sem skýrist einkum af  sjómannaverkfallinu um áramótin.

Uppsjávarfiskur

Á sama tímabili var uppsjávarafli íslenskra skipa rúm 538 þúsund tonn. Er það tæplega 117 tonnum meiri afli en á sama tímabili á síðasta fiskveiðiári. Milli ára varð talsverð aukning í makríl og loðnu en samdráttur í kolmunna.
 
Skel- og krabbadýr

Afli í skel- og krabbadýrum á sama tíma er rúmum þrjú þúsund tonnum minni en á fyrra ári sem samsvarar um 34% samdrætti.  Nærri helmings­samdráttur varð í veiðum á rækju og samdráttur var líka í humarveiðum og sæbjúgnaveiðum.

Nýting aflamarks- og króka­aflamarksbáta á þorski og ýsu

Á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins 2016/2017 höfðu aflamarksskip nýtt um 75% af aflaheimildum sínum í þorski. Á fyrra fiskveiðiári var þetta hlutfall 86%. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á þessum helmingi fiskveiðiársins nam tæpum 117 þúsund tonnum. Þegar litið er til aflamarks í ýsu á sama tímabili þá hafa aflamarksskip nýtt rúm 68% ýsukvótans samanborið við 84% á fyrra ári. Í heildina hafa aflamarksbátar notað rúm 79% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár miðað við tæp 83% á fyrra ári.

Krókaaflamarksbátar nýtt 73% af aflaheimildum í þorski

Á fyrra fiskveiðiári var hlutfallið 77,4%. Þorskafli hjá krókaaflamarksbátum var 27 þúsund tonn í ár en var 28 þúsund tonn á síðasta ári. Afli krókaaflamarksbáta í ýsu er um sex þúsund tonn á fyrstu níu mánuðum fiskveiðiársins og hafa þeir nýtt um 91% krókaaflamarksins í ýsu.

Í heildina hafa krókaafla­marksbátar notað um 70% af heildaraflamarki sínu fyrir yfirstandandi fiskveiðiár samanborið við 74,5% á fyrra ári.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...