Liður í heildstæðri endurskoðun löggjafar um jarðir og fasteignir
Hinn 18. maí síðastliðinn voru samþykkt á Alþingi lög um breytingu á jarðalögum nr. 81/2004 og taka þau gildi 1. júlí næstkomandi. Breytingarnar eru liður í heildstæðri endurskoðun löggjafar um jarðir og aðrar fasteignir í íslenskum rétti og voru undirbúin á vettvangi sérstaks stýrihóps um heildstæða löggjöf varðandi jarðir og aðrar fasteignir.