Skortur á gögnum um kolefnislosun af framræstu landi á Íslandi
Samkvæmt skýrslum vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna í loftslagsmálum (IPCC) losar framræst votlendi á Íslandi mesta af kolefni á Norðurlöndunum. Skortur á gögnum gefur mögulega villandi mynd að mati Þorodds Sveinssonar, tilraunastjóra og lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ).