„Ég er fyrst og fremst stolt og hrærð“
Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag eins og hefð er fyrir. Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir, ferðaþjónustubóndi hjá Vogafjósi í Mývatnssveit, fékk riddarakross fyrir framlag til ferðaþjónustu og atvinnulífs í heimabyggð.