Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Verulegur rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði er meðal annars rakinn til sameiningar Kjarnafæðis og Norðlenska, aðhalds í rekstri og hagræðingaraðgerða.
Verulegur rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði er meðal annars rakinn til sameiningar Kjarnafæðis og Norðlenska, aðhalds í rekstri og hagræðingaraðgerða.
Mynd / mþþ
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir skatta, sem er 154 milljónum meiri hagnaður en var árið 2022.

Í tilkynningu frá félaginu segir að afkoman sé í samræmi við áætlanir, þrátt fyrir krefjandi aðstæður á árinu. Fjármagnskostnaður hafi verið samstæðunni íþyngjandi í því háa vaxtaumhverfi sem einkenndi árið 2023 en aðhald í rekstri og hagræðingaraðgerðir vegna samruna Kjarnafæðis og Norðlenska hafi skilað verulegum rekstrarbata.

Fram kemur einnig að árið 2023 hafi verið annað heila rekstrarárið eftir sameiningu Kjarnafæðis og Norðlenska og fyrsta heila rekstrarárið þar sem áhrif sameiningarinnar komi að verulegu leyti fram.

Haft er eftir Ágústi Torfa Haukssyni, forstjóra félagsins, að nýsamþykkt lög sem heimila verkaskiptingu, samvinnu og sameiningu afurðastöðva, sem teljast til framleiðendafélaga, muni væntanlega hafa áhrif á starfsemi félagsins á árinu 2024. „Kjarnafæði Norðlenska uppfyllir kröfur sem gerðar eru til framleiðendafélaga og ljóst að veruleg tækifæri eru til lækkunar á rekstrarkostnaði og fjárbindingu í greininni lánist aðilum í greininni að nýta þær heimildir sem í lögunum felast.

Það hagræði sem af slíku samstarfi eða sameiningum getur hlotist verður að skila sér að nær öllu leyti í tvennt; hækkanir til bænda og í að halda aftur af verðhækkunum á markaði til að vinna að lækkun verðbólgu í hagkerfinu.

Hagsmunir Kjarnafæðis Norðlenska eru mjög miklir hvað þetta varðar, lækkun verðbólgu og þar af leiðandi vaxta hefði afar jákvæð áhrif á félagið og viðskiptavini þess. Svo er minnkandi framleiðsluvilji bænda orðin ein helsta ógnun við rekstur afurðastöðva og því mikilvægt að hægt verði að bæta kjör bænda og stuðla þannig að eðlilegum rekstrarskilyrðum og nauðsynlegri nýliðun í landbúnaði,“ segir Ágúst Torfi.

Skylt efni: Norðlenska | Kjarnafæði

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...