Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins áður en stofnunin lauk athugun sinni á háttsemi Ísteka á blóðtökumarkaði.

Í bréfi sem lögmaður Ísteka sendi Samkeppniseftirlitinu kemur fram að fyrirtækið sé fullkomlega meðvitað um sterka stöðu sína á þessum markaði og hafi lagt sig fram um að haga starfsemi sinni eftir því. Samkeppniseftirlitið kvartaði meðal annars yfir ónógri upplýsingagjöf til bænda. Ísteka hafi hins vegar breytt framsetningu verðskrárinnar árið 2022 á þann hátt að bændur sjái hvernig nytjar einstakra hryssa eru.

Þá er því haldið fram í bréfi Ísteka að fyrirtækið muni fella niður án tafar ákvæði í samningum um einkasölu í þeirri mynd sem þau eru. Bændum hafi staðið til boða að hætta viðskiptum við fyrirtækið án skilyrða. Ísteka finnist þó ekki ásættanlegt að bændur hætti viðskiptum á söfnunartímabili eftir að búið er að kosta til mælinga á blóðinu.

Samkeppniseftirlitið setti út á að Ísteka sé eina fyrirtækið sem kaupi merablóð á Íslandi, en stundi samhliða því blóðtöku úr eigin hryssum í samkeppni við blóðbændur. Þar með sé fyrirtækið þátttakandi í öllum hlekkjum virðiskeðjunnar, sem mætti skilgreina sem lóðrétta samþættingu. Í bréfi Ísteka segir að til grundvallar hryssuhaldi Ísteka lægju rök um bætta búskaparhætti, en ekki samkeppnisrekstur við bændur, og sé um að ræða lítið magn miðað við heildina. Ísteka er stærsti einstaki hrossaeigandinn hérlendis.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...