Aukið samstarf Sameinuðu þjóðanna og NordGen
Varðveisla erfðaefnis nytjaplantna er risavaxið verkefni sem snertir alla íbúa jarðarinnar. NordGen, sem rekur frægeymsluna á Svalbarða, er leiðandi á þessu sviði en búast má við auknu samstarfi NordGen og FAO, Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, á þessu sviði í framtíðinni.