Fyrstu trjáfræin send til geymslu á Svalbarða
Frá því að frægeymslan á Svalbarða tók til starfa árið 2008 hafa verið send þangað til varðveislu fræ af rúmlega 840.000 afbrigðum matjurta. Frægeymslunni, sem gengur undir heitinu Dómsdagshvelfingin, er ætla að varðveita erfðaefni plantan fyrir komandi kynslóðir.
Ákveðið hefur verið að auka við fjölbreytni fræsafnsins og fyrir skömmu voru fyrstu trjáfræin tekin til geymslu og var rauðgreni (Picea abies) fyrsta trjátegundin sem hefur verið tekin inn í hvelfinguna.
Með því að auk við fjölbreytni fræsafnsins er hugmyndin að auka magn erfðaefnis sem er varðveitt og hugsanlega er í hættu vegna loftlagsbreytinga.
Auk trjáfræanna sem þegar er búi er að senda í hvelfinguna er verið að undirbúa sendingu fræja af skógarfuru (Pinus sylvestris) og rauðgreni (Picea abies) sem safnað var í skógum Noregs og Finnlands.
Meðal annarra fræja sem send hafa verið til geymslu í Dómsdagshvelfingunni á Svalbarða nýverið er fræ 14 afbrigða villi tómata, þar af eru 5 frá Galapagoseyjum.