Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsúrræði sem almennt miða að þéttbýlinu eins og að greiða inn á lán með séreignarsparnaði eða hlutdeildarlánin svo dæmi sé tekið.
Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsúrræði sem almennt miða að þéttbýlinu eins og að greiða inn á lán með séreignarsparnaði eða hlutdeildarlánin svo dæmi sé tekið.
Skafti Vignisson og Lisa Inga Hälterlein tóku um síðustu áramót við búinu á Brúsastöðum í Vatnsdal. Tóku þau við af þeim Sigurði Ólafssyni og Gróu Margréti Lárusdóttur sem höfðu stundað þar búskap frá árinu 1994. Á Brúsastöðum er rekið bú með nálægt 60 mjólkurkúm sem hefur oft ratað í fréttirnar vegna árangurs.
Staða sauðfjárbænda er erfið og á það ekki síst við um unga bændur sem tiltölulega stutt er síðan þeir hófu búskap. Margir þeirra vinna utan búsins og halda rekstri búanna gangandi með tekjum sem þeir afla utan búsins.
Pálína Axelsdóttir Njarðvík heldur úti reikningi á Instagram undir heitinu „Farmlifeiceland“ þar sem hún sýnir frá daglegu amstri á bænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem Pálína er uppalin. Pálína er í meistaranámi í sálfræði við HÍ og er búsett í Reykjavík en fer eins mikið heim í sveit og hún getur.
Jóna Björg Hlöðversdóttir var kjörin nýr formaður Samtaka ungra bænda á aðalfundi 24. febrúar síðastliðinn. Hún tekur við af Einari Frey Elínarsyni, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður.
Í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð hefur mikil nýliðun verið í sauðfjárrækt og er þar nú yngsta bændasamfélag á landinu.