Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Ný stjórn Samtaka ungra bænda. Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
Mynd / SUB
Fréttir 26. febrúar 2018

Jóna Björg er nýr formaður ungra bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi Samtaka ungra bænda (SUB), sem haldinn var 24. febrúar í Vatnsholti í Flóa, var Jóna Björg Hlöðversdóttir frá Björgum í Þingeyjarsýslu kosin formaður. 

Einar Freyr Elínarson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og þá gaf Bjarni Rúnarsson ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. 

Ný stjórn er þannig skipuð: Jóna Björg Hlöðversdóttir formaður, Guðmundur Bjarnason, Birgir Örn Hauksson, Jón Elvar Gunnarsson og Jóhannes Kristjánsson.
 
Í tilkynningu frá SUB segir að aðalfundurinn hafi verið með nokkuð hefðbundnu sniði, með miklu málefnastarfi og öflugum umræðum.
 
Ályktanir voru samþykktar um fjölbreytt málefni, svo sem um plastumbúðir, nýliðunarstuðning og ekki síst menntun og nauðsyn þess að hafa öflugan búrekstur við Landbúnaðarháskóla. Jafnframt var samþykkt að halda aðalfund og árshátíð að ári á Norðurlandi, á félagssvæði Félags ungra bænda á Norðurlandi.
 
Félag ungra bænda á Suðurlandi stóð svo fyrir árshátíð samtakanna á Hótel Vatnsholti að kvöldi 24. febrúar. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...