Samdráttur í framleiðslu á tilbúnum áburði í Evrópu og gríðarlegar hækkanir í sjónmáli
Stærstu framleiðendur á tilbúnum áburði í Evrópu hafa margir hverjir dregið mjög úr framleiðslu á tilbúnum áburði á undanförnum vikum og mánuðum – og sumir stöðvað alveg framleiðsluna. Ástæðan er að verð á jarðgasi hefur hækkað gríðarlega á einu ári, en úr því er unnið ammonium sem er eitt grunnhráefnið í framleiðslu á tilbúnum áburði.