Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kálfafell 2
Bóndinn 9. ágúst 2017

Kálfafell 2

Á Kálfafelli 2 í Suðursveit hefur verið eingöngu sauðfjábúskapur í 26 ár og nú er tíundi ættliður­inn að taka við.
 
Býli:  Kálfafell 2
 
Staðsett í sveit: Suðursveit. Sveit sólar.
 
Ábúendur: Bjarni Steinþórsson, Hrefna Guðmund­ar­dóttir, Aðal­björg Bjarnadóttir, Bjarni Haukur Bjarnason og smalamaðurinn Ingunn Bjarnadóttir.. 
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Fimm, auk þriggja hundar.
 
Stærð jarðar? 6000 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú. 
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 600 fjár, 9 geitur, 7 hænur og 5 hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er mjög árstíðarbundið. Þessa dagana hefur verið hey­skapur svo maður reynir að krafla í því meðan vel viðrar. Þess á milli erum við að byggja íbúðarhús sem allur frítími fer í. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Hjá yngri bændunum er heyskapur, sæðingar og sauðburður á toppnum! Það er alltaf svo mikið stuð á bænum að ekkert starf getur orðið leiðinlegt.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Bara mjög svipaðan. Kannski fleiri geitur og betri smalahundar.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Það vantar alla samstöðu. Það er alltof mikill metingur á milli bænda.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? 
Hann mun sveiflast upp og niður einsog hann hefur gert síðustu áratugi. 
 
Hvar teljið þið að helstu tæki­færin séu í útflutningi íslenskra búvara? 
Það er hægt að flytja allt út ef það er vel markaðsett.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, ostur og smjör.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Feitt kjöt af veturgömlu!
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Einn veturinn þegar við fórum í morgungegningar var hurðin í gemsakrónni opin og hver einasta klauf farin út. 
 
Þá hélt æðsti bóndinn að allir væru löngu horfnir til fjalla, en þegar við komum heim úr gegn­ingum sáum við þá alla með tölu í garðinum heima. Það var mikill léttir.

5 myndir:

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...