Fólkið sem erfir landið 15. nóvember 2019

Nói ætlar að verða Hulk og smiður

Nói er hugmyndaríkur, handlaginn drengur sem finnst skemmtilegast að leika við vini sína og brasa með öfum sínum og ömmu. 
 
Nafn: Nói Marteinsson.
 
Aldur: 5 ára.
 
Stjörnumerki: Steingeit.
 
Búseta: Akureyri.
 
Skóli: Lundarsel (leikskóli).
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að leika með bolta.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hamstrar.
 
Uppáhaldsmatur: Pitsan á leik­skólanum.
 
Uppáhaldshljómsveit: Engin sérstök, en besta lagið er lagið í Stærðfræðiskrímslunum.
 
Uppáhaldskvikmynd: Össi.
 
Fyrsta minning þín? Veit ekki, en kannski bara í fjárhúsunum með ömmu þegar lömbin komu.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fimleika.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hulk og smiður. Maður getur orðið Hulk ef maður borðar mikið af hollum mat!
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Uuuu, að saga niður trén í garðinum hjá ömmu.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Í sumar lék ég mér og fór til Benidorm með mömmu og pabba og Nökkva (litla bróður).
 
Næst » Nói vildi bara skora á Birgittu Ósk frænku sína og enga aðra.