Framtíðarbóndi með blandað bú
Hann Valdimar Óli er hress og öflugur strákur sem lætur ekkert stöðva sig enda framtíðin björt og áhugasviðið búskapur.
Nafn: Valdimar Óli Valþórsson.
Aldur:12 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Breiðumýri, Reykjadal og á Akureyri.
Skóli: Brekkuskóli.
Skemmtilegast í skólanum: List- og verkgreinar.
Áhugamál: Búskapur og öll almenn sveitastörf.
Tómstundaiðkun: Veiði og garðvinna.
Uppáhaldsdýrið: Íslenska sauðkindin.
Uppáhaldsmatur: Svið og rófustappa.
Uppáhaldslag: Með vaxandi þrá.
Uppáhaldslitur: Dökkgrænn.
Uppáhaldsmynd: Dalalíf.
Fyrsta minningin: Þegar ég var 2–3 ára með pabba á fjósvélinni.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert: Allt fjárrag og að keyra dráttarvélar.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór: Ég ætla að verða bóndi með blandað bú og hænur og svín sem hobbí.