Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Haustpeysa
Hannyrðahornið 8. júlí 2020

Haustpeysa

Höfundur: Handverkskúnst
Þessi er tilvalin í útileguna eða fyrir haustið. Peysan er prjónuð með gatamynstri og hringlaga berustykki, úr 1 þræði af DROPS Eskimo eða 2 þráðum af DROPS Air. Báðar garntegundir fást hjá Handverkskúnst.  
 
Stærðir:  S (M) L (XL) XXL (XXXL)
   Yfirvídd: 88 (98) 110 (120) 130 (142) cm.
 
Garn:  DROPS Eskimo
   Rauður nr 08: 550 (650) 700 (750) 850 (900) g
Eða notið:
DROPS Air
Hindber nr 25: 400 (450) 500 (500) 600 (600) g 
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónar 40 og 80 cm, nr 7 og 8 – eða þá stærð sem þarf til að 11 lykkjujr  og 15 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
PERLUPRJÓN (prjónað í hring):
Umferð 1: 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið
Umferð 2: 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt
Endurtakið umf 1 og 2.
 
Fram- og bakstykki: Fitjið upp 102 (114) 126 (144) 156 (168) lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði Eskimo eða 2 þráðum Air. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar, prjónið stroff þannig: *3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á hringprjón nr 8 og prjónið 2 umf slétt, þar sem í fyrstu umf er fækkað um 6 (6) 6 (12) 12 (12) lykkjur jafnt yfir = 96 (108) 120 (132) 144 (156) lykkjur. Prjónið áfram slétt prjón þar til stykkið mælist 33 (34) 35 (37) 38 (39) cm, prjónið nú þannig: prjónið fyrstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 42 (48) 54 (60) 66 (72) lykkjur (= framstykki), fellið af næstu 6 lykkjur (= handvegur), prjónið næstu 21 (24) 27 (30) 33 (36) lykkjurnar (= hálft bakstykki). Geymið stykkið og prjónið ermar.
 
 
Ermi: Fitjið upp 30 (30) 30 (30) 36 (36) lykkjur á sokkaprjóna nr 7 með 1 þræði af Eskimo eða 2 þráðum af Air. Prjónið stroff þannig: 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur perluprjón – sjá skýringu að ofan*, endurtakið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið 7 umf. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 8. Prjónið slétt prjón, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 28 (28) 32 (32) 36 (36) lykkjur.  Þegar stykkið mælist 10 cm er aukið út um 1 lykkju í uphafi og enda umferðar, endurtakið útaukningu með 8 (8) 6 (6) 5 (5) cm millibili 3 (3) 4 (4) 5 (5) sinnum til viðbótar = 36 (36) 42 (42) 48 (48) lykkjur. Þegar ermin mælist 41 cm í öllum stærðum eru felldar af 6 lykkjur mitt undir ermi (þ.e.a.s. 3 lykkjur í upphafi umf og 3 lykkjur í enda umf) = 30 (30) 36 (36) 42 (42) lykkjur á prjóninum. Prjónið aðra ermi eins.
 
 
Berustykki: Sameinið ermar og bol á hringprjón nr 8 = 144 (156) 180 (192) 216 (228) lykkjur. Prjónið 0 (1) 2 (3) 4 (5) umf slétt, JAFNFRAMT í fyrstu umf er lykkjufjöldinn jafnaður í 144 (160) 176 (192) 208 (224) lykkjur. Prjónið mynstur A.2 (= 16 l) 9 (10) 11 (12) 13 (14) sinnum í umf. Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 63 (70) 77 (84) 91 (98) lykkjur á prjóninum. Prjónið nú 2 umf slétt og fækkið um 15 (20) 25 (30) 35 (40) lykkjur jafnt yfir = 48 (50) 52 (54) 56 (58) lykkjur.
 
Hálsmál: Skipti yfir á hringprjóna nr 7 og prjónið A.1 hringinn. Þegar A.1 er prjónað til loka á hæðina er fellt af með sl yfir sl og br yfir br lykkjur.
 
Frágangur: Saumið saman op undir ermum, gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...