Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Folaldið Jóla-Drífa með móður sinni, Litbrá frá Sölvholti.
Mynd / Páll Imsland
Líf og starf 16. janúar 2017

Ævintýrið um Jóla-Drífu

Höfundur: Páll Imsland
Hryssan Litbrá frá Sölvholti, sem fædd er vorið 2012, kastaði sínu fyrsta folaldi núna nokkrum dögum fyrir jól og fékk sú litla nafnið Jóla-Drífa. 
 
Hún fannst í snjónum á að giska dags- eða tveggja daga gömul á sólstöðum og er fædd svo nærri vetrarsólstöðum að hún hefur líklega aldrei litið mót hnígandi sól. 
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér.
 
Litbrá var í stóði sumarið 2015 en hefur ekki fyljast eins og hinar hryssurnar eða misst fyl snemma. Hins vegar hefur hún verið móttækileg um miðjan janúar 2016 og þá fest fang. Um það leyti var verið að taka hauststóðin heim til að snyrta þau, örmerkja og gefa ormalyf, raga niður í hópa fyrir vetrarbeit, taka sláturhross og seld folöld úr hópunum og fjarlægja stóðhestana, sem gagnast höfðu hryssunum um sumarið og annað þess háttar. 
 
Óvist um faðernið
 
Folarnir tveir höfðu unað með hryssunum um haustið í sátt og samlyndi í tveim hjörðum sem gátu þó haft samgang. Í haustbeitarhópinn komust líka stutta stund fjórir veturgamlir folar ógeltir, eins og getur gerst, og enginn veit því að sinni hver faðir Jóla-Drífu er, en það finnst út úr því áður yfir lýkur, annaðhvort út frá litaerfðum eða með DNA-greiningu.
 
Jóla-Drífa er spræk og hefur ekki tekið drífuna sem gerði á hana nýfædda nærri sér. Hún er nú á húsi við besta atlæti og unir hag sínum vel, leikur sér og þroskast vel. Móðir hennar er brúnlitförótt en sjálf er Jóla-Drífa ennþá aðeins rauð að sjá, hvað sem síðar kemur í ljós.
Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...