Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Reynir Hauksson og spænska flamencolistafólkið spilar í Salnum í Kópavogi dagana 25. og 26. maí.
Líf og starf 20. maí 2019

Borgfirskur gítarleikari slær tóninn með spænsku listafólki

Höfundur: Ritstjórn
Reynir Hauksson, gítarleikari frá Hvanneyri, sem búsettur er í Granada á Spáni, kemur hingað til lands í mánuðinum og heldur flamenco-tónleika ásamt fríðu föruneyti. 
 
Í Salnum í Kópavogi munu Íslendingar og Spánverjar sameinast í eldheitum dansi, tilfinningaþrungnum söng og suðrænum gítarleik. Boðið verður upp á það allra helsta úr heimi flamenco með nokkrum fremstu listamönnum Granada. 
 
Til þess að hita upp fyrir sýningarnar í Kópavogi verða þrennir dúettatónleikar haldnir nokkrum dögum áður, í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykjavík. Þá munu Reynir og spænsku listamennirnir bjóða upp á sk. „masterklass“ þar sem þátttakendum býðst að fræðast um ýmis grunvallaratriði tón- og danslista. 
 
Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á sýningunum í Salnum. Miðasala er á vefnum tix.is.
 
Dúett-tónleikar
Landnámssetrið – þri. 21. maí kl. 20.30
Mengi – mið. 22. maí kl. 21.00
Hvanneyri Pub – fim. 23. maí kl. 20.30
 
Sýningar
Salurinn í Kópavogi, lau. 25. maí kl. 21.00
Salurinn í Kópavogi, sun. 26. maí kl. 21.00 (aukatónleikar)
 
Masterklass í Salnum, 25. maí kl. 15.00. Dans-, söng- og gítarkennsla ásamt fyrirlestri.
 

Reynir Hauksson með Alhambra-höllina í Granada í Andalúsíu í baksýn.
 

Kristinn R. Ólafsson verður kynnir á tónleikunum í Salnum í Kópavogi.
 
Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...