Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt á veg í þróun sinni.

Markmið átaksins er að koma að fjármögnun allt að 15 nýrra félaga á ári hverju, flýta mótunarskeiði þeirra, þróa trausta stjórnarhætti og laða samhliða að aðra fjárfesta. Fjármögnun átaksins byggir á eigin fjármögnun sjóðsins og framlagið háð stöðu hans á hverjum tíma.

Fyrsti áfanginn í þessu átaki kemur til framkvæmda í maí og júní, með allt að 100 m.kr. fjárfestingu í nokkrum félögum, segir í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarsjóði. Fjárfest verði snemma í félögum, en eitt skilyrða sé mótframlag hluthafa eða nýrra fjárfesta. Jafnframt er kveðið á um að viðskiptahugmynd félags sé vænleg til vaxtar og útflutnings og byggi á tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun.

Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum Nýsköpunarsjóðs verður í þessu átaki sérstakt umsóknarferli og þurfa félög að sækja um í þessum fyrsta áfanga fyrir 31. maí. Nánari upplýsingar um átakið og umsóknarferlið má finna á vefnum www.nyskopun.is/atak.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...