Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flækingsfuglar
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 18. október 2023

Flækingsfuglar

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Nú á haustmánuðum er tími flækingsfugla. Þótt allar árstíðir séu spennandi hjá fuglaáhugafólki þá má segja að haustið sé gósentíð fyrir þann hóp fuglaskoðara sem hefur sérstakan áhuga á að leita uppi flækingsfugla. Þegar fuglar byrja að ferðast á milli varp- og vetrarstöðva á haustin berast hingað nokkuð af fuglum sem ekki dvelja hér reglulega eða teljast ekki íslenskir varpfuglar. Þessir fuglar eru kallaðir í daglegu tali flækingsfuglar. Þetta geta verið fuglar sem hafa villst af sinni farleið, slegist í för með öðrum hópum af fuglum sem hafa hér viðkomu, eða það sem algengast er, að þeir berist hingað með haustlægðunum. Ísland hefur einstaka staðsetningu hvað þetta varðar og hingað berast flækingar frá Evrópu, N-Ameríku og Síberíu. Hér á Íslandi starfar síðan sérstök nefnd eða flækingsfuglanefnd sem samanstendur af fuglaáhugamönnum sem hafa það sameiginlega markmið að skrá og halda utan um komu flækingsfugla. Flækingsfuglanefnd hefur starfað frá 1979 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar https://ffn.is/. Flest Evrópulönd hafa flækingsfuglanefndir og er sú íslenska önnur elsta nefndin í Evrópu. Fuglinn á myndinni er flóastelkur og er ágætt dæmi um fugl sem flækist hingað endrum og sinnum. Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959. Síðan þá hafa sést hérna hátt í 30 fuglar og eru til örfá skráð tilvik um að flóastelkur hafi orpið á Norðurlandi.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...