Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flækingsfuglar
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 18. október 2023

Flækingsfuglar

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Nú á haustmánuðum er tími flækingsfugla. Þótt allar árstíðir séu spennandi hjá fuglaáhugafólki þá má segja að haustið sé gósentíð fyrir þann hóp fuglaskoðara sem hefur sérstakan áhuga á að leita uppi flækingsfugla. Þegar fuglar byrja að ferðast á milli varp- og vetrarstöðva á haustin berast hingað nokkuð af fuglum sem ekki dvelja hér reglulega eða teljast ekki íslenskir varpfuglar. Þessir fuglar eru kallaðir í daglegu tali flækingsfuglar. Þetta geta verið fuglar sem hafa villst af sinni farleið, slegist í för með öðrum hópum af fuglum sem hafa hér viðkomu, eða það sem algengast er, að þeir berist hingað með haustlægðunum. Ísland hefur einstaka staðsetningu hvað þetta varðar og hingað berast flækingar frá Evrópu, N-Ameríku og Síberíu. Hér á Íslandi starfar síðan sérstök nefnd eða flækingsfuglanefnd sem samanstendur af fuglaáhugamönnum sem hafa það sameiginlega markmið að skrá og halda utan um komu flækingsfugla. Flækingsfuglanefnd hefur starfað frá 1979 og má finna nánari upplýsingar á heimasíðu nefndarinnar https://ffn.is/. Flest Evrópulönd hafa flækingsfuglanefndir og er sú íslenska önnur elsta nefndin í Evrópu. Fuglinn á myndinni er flóastelkur og er ágætt dæmi um fugl sem flækist hingað endrum og sinnum. Flóastelkur sást í fyrsta sinn á Íslandi 1959. Síðan þá hafa sést hérna hátt í 30 fuglar og eru til örfá skráð tilvik um að flóastelkur hafi orpið á Norðurlandi.

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...