Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Grikkjum til Google maps
Líf og starf 22. desember 2021

Frá Grikkjum til Google maps

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa miklu stærri hlutfallslega á korti en á hnettinum?

Í bókinni Kortlagning heimsins ferðumst við aftur til fornaldar og skoðum fyrstu kortin af alheiminum til að svara þessum spurningum og fleirum.

Í bókinni rekur Reynir Finndal Grétarsson sögu kortagerðar í gegnum aldirnar, hvernig ný lönd og ný landamæri bætast á kortið, uns við sjáum loks þá mynd sem við þekkjum í dag. Saga kortanna er uppfull af hetjudáðum og ævintýrum, gríðarlegum afrekum unnum í nafni guðs, þjóðar eða ósköp venjulegra eiginhagsmuna. Einnig sögum af dauða, skelfingu og fávisku, en umfram allt, skemmtilegum sögum.

Kortlagning heimsins er í stóru broti sem gerir myndirnar í henni enn áhugaverðari auk þess sem textinn er lipur og skemmtilegur. Auk sögu kortagerðar í heiminum er stiklað á heimsmynd fornra menningarþjóða og sagðar eru sögur af sjófarendum og kortagerðarmönnum. Í bókinni er sér kafli um kortlagningu Íslands með myndum af gömlum Íslandskortum og sagt frá tilurð þeirra.

Samkvæmt höfundi er babýlónska heimskortið, frá sjöttu öld fyrir Krist, talið vera elsta varðveitta kortið. „Kortið sýnir flatan disk, sem er jörðin. Í miðju hennar er þríhyrndur flötur, Babýlón sjálf. Heimili kortagerðarmannsins er miðdepill heimsins.“

Fjölda mynda af kortum er að finna í bókinni, þar á meðal fágæt kort úr safni höfundar. Reynir hefur áður sent frá sér bókina Kortlagning Íslands. Útgefandi er Bókaútgáfan Sögur.

Skylt efni: landakort saga

Burt með gerviefnin
Líf og starf 21. janúar 2025

Burt með gerviefnin

Stöðugt rakastig jarðvegs tómataræktar á Ítalíu kom skemmtilega á óvart nú á lið...

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC
Líf og starf 20. janúar 2025

Gallabuxnafár, grátið við skákborðið og brúðkaup MC

Það ríkti engin lognmolla í skákheiminum á milli jóla og nýárs. Heimsmeistaramót...

Janúar er mánuður briddsins
Líf og starf 17. janúar 2025

Janúar er mánuður briddsins

Fjölmörg briddsmót fóru fram um jólin hér og þar um landið. Sums staðar þóttu br...

Kría – barnapeysa
Líf og starf 17. janúar 2025

Kría – barnapeysa

Peysan er prjónuð úr einföldum Þingborgarlopa og einum þræði af LoveStory saman....

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...