Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heiðlóa.
Heiðlóa.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 5. maí 2023

Fræðsluvefur um raddir vorsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mófuglar er alþýðuheiti yfir algengustu tegundir fugla sem finna má í íslenska úthaganum, eða móanum, og eru blanda af vaðfuglum, spörfuglum og einum hænsnfugli, rjúpu. Þetta eru fuglarnir sem færa flestum vorið og mynda hljóðheim íslenska sumarsins.

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi setti nýlega í loftið vef, moi.hi.is, sem fjallar um tengsl landnotkunar og náttúruverndar. Verkefnið á rætur að rekja til rannsókna sem hófust fyrir nokkrum árum og snerust um að skoða tengsl landbúnaðar og fuglaverndar. Eitt af því sem kom út þar var að íslenskir bændur eru afar hlynntir því að hafa ríkulegt fuglalíf á landi sínu.

Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu S-A-lands.

Fræðsla um mófugla

Lilja Jóhannesdóttir, vistfræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands, segir að hugmyndin að vefnum hafi kviknað þegar hún var í doktorsnámi.

„Doktorsverkefnið snerist í stuttu máli um að skoða áhrif landbúnaðar á mófugla. Við þá vinnu varð ljóst að það eru leiðir til að haga landnýtingu á þann máta að hún komi síður illa við mófuglana og einnig kom fram að nær öllum bændum þykir eftirsóknarvert að hafa auðugt mófuglalíf á landi sínu. Sumir bentu þó á að það væru ekki til aðgengilegar upplýsingar um hvernig ætti að styðja við mófugla. Því þótti okkur dr. Tómasi Grétari Gunnarssyni, forstöðumanni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, sem var aðalleiðbeinandi minn í verkinu, tilvalið að leita leiða til að koma þessum upplýsingum á framfæri við bændur og aðra áhugasama.

Í framhaldi af því fæddist hugmyndin að vefsíðu sem myndi miðla þessum leiðbeiningum og öðrum upplýsingum um mófugla. Á seinni stigum kom svo dr. Aldís Erna Pálsdóttir, sem einnig vann doktorsverkefni við Rannsóknasetrið, til sögunnar en hennar verkefni snerist um að skoða áhrif mismunandi mannvirkja á mófugla. Niðurstöður hennar gerðu okkur kleift að bæta við upplýsingarnar þannig þær ættu ekki einungis við landbúnað heldur fjölmarga þætti landnýtingar.“

Samskipti við bændur

„Þegar ég var í námi heimsótti ég yfir sextíu bæi víða um land og lagði spurningalista fyrir bændur. Spurningarnar fjölluðu um landnotkun og náttúruvernd, einkum fuglavernd.

Markmiðið var að kanna viðhorf bænda til náttúruverndar, hvar væru sóknarfæri og hvað bændur væru til í að gera til að hlúa að fuglum. Ástæða spurninganna er sú að það er krefjandi á heimsvísu að samræma aukna landbúnaðarframleiðslu og nauðsynlega náttúruvernd. Slík vandamál munu aukast á næstu áratugum ef landbúnaður vex með þeim hætti sem talið er.“

Lilja segir nauðsynlegt að skilja betur tengsl landbúnaðar og náttúrufars svo að það tvennt geti farið sem best saman. „Bændur tóku mér vel og langflestir mjög áhugasamir um að búskapurinn færi sem best með náttúruna. Slíkt er ekki bara mikilvægt fyrir vernd þeirra vistkerfa sem landbúnaður er háður heldur er þetta líka spurning um markaðsmál. Það er því til mikils að vinna að landbúnaður fari vel saman við náttúruvernd.

Í svörum við spurningunum kom í ljós að margir bændur hlúa nú þegar að fuglum í sínum búskap og grípa til dæmis til ráðstafana eins og þeir geta til að hreiður og ungar lendi ekki í sláttuvélum og reyna að ræsa ekki fram tjarnir. Einnig kom líka í ljós að það vantar meiri stuðning við náttúruvernd í íslenskum landbúnaði því það þarf að vera hægt að lifa af landbúnaði. Það er ekki bara ábyrgð bænda hvernig farið er með landið heldur þarf mikilvægi náttúruverndar að endurspeglast í stuðningi stjórnvalda.“

Hrossagaukur.

Landnotkun í dreifbýli

„Á síðunni er fjallað um ólíkar gerðir landnotkunar í dreifbýli sem við og fleiri höfum verið að rannsaka með tilliti til fugla.

Þetta er auðvitað stóra áskorunin, að halda í líffræðilega fjölbreytni samhliða því að auka landnotkun.

Við bendum á mikilvægi beitar í að halda landinu opnu fyrir mófugla og fleira sem stundum virðist koma á óvart.

Vefurinn er því viðleitni okkar til að taka saman rannsóknir á þessu sviði og koma þeim á aðgengilegt form fyrir þá sem vilja stuðla að fuglavernd, samhliða annarri landnotkun. Auðvitað er þetta verk í vinnslu og mikilvægt að fá ábendingar um það sem má betur fara,“ segir Lilja.

Skylt efni: mófuglar

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...